fbpx
Miðvikudagur 23.júlí 2025
Fréttir

„Á ég að þurfa að bæta island.is inn í morgunrútínuna mína til að fylgjast með hvað er verið að mjólka mig þennan mánuðinn?“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 23. júlí 2025 08:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Ragna Jónasardóttir förðunarfræðingur veltir fyrir sér hvort hún þurfi að bæta vefnum island.is inn í morgunrútínuna sína, það er að skoða skilaboð þar daglega, eftir að hún sá reikninga á sig þar sem ekki höfðu birst í heimabanka hennar.

Í færslu þar sem Margrét Ragna vekur athygli á málinu segir hún okkur orðið lifa í rafrænu alræðisríki sem minni æ meira á 1984, skáldsögu George Orwell. 

Allt er orðið rafrænt og allt er skráð. Alls staðar er fylgst með okkur og stutt í að hugsanalögreglan fari að banka upp á. Yfirvöld krefjast mikils af okkur í formi skatta og endalausra gjalda og borgarinn látinn bera ábyrgð á upplýsingaskorti frá yfirvöldum sem hann hefur enga stjórn á.

Segir Margrét Ragna að hún hafi farið inn á aðgang sinn á island.is, og rekist þar fyrir tilviljun á tvær hraðasektir, aðra upp á 50.000 krónur og hinr 20.000 kr. Sú síðari var ég er sögð hafa keyrt á 62 km hraða þar sem hámarkið er 50. Hugsa sér.

Engin tilkynning frá yfirvöldum í pósti, tölvupósti né krafa í heimabanka. Síðastliðinn vetur fékk ég 8.000 kr. sekt fyrir utan heimilið mitt. Hér er mikil bílastæða vöntun (þökk sé yfirvöldum) þannig þegar ég kom heim einn daginn í lok dags hafði ég átt erfitt með að koma mér inn í þröngt bílastæði sem gerði það að verkum að bílinn var ekki með bæði dekkin algjörlega upp við gangstéttina og ég fékk sekt. Þetta var afar ósanngjörn sekt og því tók ég ljósmyndir og sendi inn mótmæli, en fékk auðvitað ekkert svar því þetta virkar nefnilega ekki í báðar áttir og þá sérstaklega ef yfirvöld skulda okkur pening eða gera mistök.

Og þetta er ekki búið! Ég sá líka kröfu upp á 5.081 krónur merkt „Almennt tímagjald-innflutningur“ frá matvælastofnun MAST.

Margrét Ragna, sem er hundaeigandi, segist hafa pantað fyrir nokkrum vikum náttúrulegt bætiefni fyrir hundinn sinn sem var CBD olía með vítamínum og omega fitusýrum. 

Vara sem er seld frjálst alls staðar annars staðar í heiminum. Ég hefði aldrei pantað hefði ég vitað að hún yrði stoppuð í tolli og það yrði vesen að fá þessa 60ml olíu fyrir hundinn minn afgreidda.

Tollurinn hjá DHL sendi og sagði ég þyrfti að fá leyfi hjá MAST til að fá vöruna afhenda þar sem þetta flokkaðist undir dýrafóður/ bætiefni. Ég hef aldrei lent í þessu áður en hef margoft pantað bætiefni fyrir hundinn minn. Ég fyllti út á síðu MAST eins og ég var beðin um og sendi inn til að fá sendinguna afgreidda. Mér fannst þetta afar skrítið þar sem CBD olía er seld víða í verslunum hér heima. Hverjum er þetta til bóta? Þetta kostaði töf og auka pappírsvinnu fyrir bæði tollinn og mig. Hefði ég verið stödd hjá fjölskyldunni minni í Portúgal eða Danmörku hefði þetta verið keyrt heim að dyrum 1–2 dögum eftir að varan var keypt.

Mynd: Facebook.

Rekur Margrét Ragna að hún hafi greitt.5.889 kr. til DHL til að fá sendinguna afhenta: 2.363 kr. í „umsýslugjald“ sem á að fela í sér skráningu og geymslu, svo 3.526 kr.í virðisaukaskatt sem er reiknaður ofan á flutningskostnað sem ég hafði þegar greitt erlendis en ég hef aldrei skilið það fyrirkomulag að rukka virðisaukaskatt af kostnaði sem er ekki greiddur hér á landi.

Flaskan sem ég keypti kostaði aðeins 11.66 evrur það eru um það bil 1.800 kr. Á ég að greiða yfir 5.081 kr. til að fá að mega fá hana afhenta? Þetta er algjörlega óásættanlegt. Hvernig geta yfirvöld leyft sér að rukka mig fyrir að vinna vinnuna sína? Að stoppa sendingu og rukka mig sérstaklega fyrir það með gjaldi sem var hvergi tekið fram í byrjun og sem ég aldrei samþykkti?

Bendir Margrét Ragna á að samkvæmt 6. gr. reglugerðar nr. 1123/2007 um innflutning fóðurs fyrir gæludýr þarf ekki að sækja um leyfi eða skráningu hjá MAST ef varan inniheldur ekki dýraafurðir og er ætluð til eigin nota. Segir hún vöruna vera plöntu, ekki lyf, ekki fóðurbirgðir í magni og því átti sendingin aldrei að vera stöðvuð. Það eru engar skýrar heimildir fyrir því að rukka borgara sérstaklega fyrir leyfisafgreiðslu sem var hvorki kynnt, verðmerkt né samþykkt.

Segist Margrét Ragna öfunda vini sína sem voru svo séðir að hafa aldrei fengið sér rafræn skilríki. Sig dauðlangar að skila sínum það er ef það er hægt.

Það er ekki hægt að reka stjórnsýslu með leynilegum gjöldum og kröfum sem eru hvorki sjáanlegar né útskýrðar og enginn veit af nema hann fari inn á vefsvæði yfirvalda. Á ég að þurfa að bæta island.is inn í morgunrútínuna mína til að fylgjast með hvað er verið að mjólka mig þennan mánuðinn?

Danir hafa bannað ósýnileg gjöld vegna bílastæða

Þegar kemur að sektum vegna bílastæðamála má benda á að frá og með 1. júlí verður aðeins hægt að leggja bílastæðagjöld á í Danmörku ef bílastæðavörður hefur lagt sektarmiða á bílrúðu viðkomandi bifreiðar. Bílaeigendur hérlendis hafa margir lent í því að krafa vegna ógreiddra bílastæða birtist á island.is án þess að þeir hafi hugmynd um hvers vegna krafan er. Formaður Neytendasamtakanna hefur kallað eftir skýrum reglum. Segir á vef samtakanna að ekkert bendi til þess að neytendur séu vísvitandi að koma sér undan því að greiða bílastæðagjöld. Þvert á móti hafa samtökin aldrei fengið þess háttar kvörtun. Í öllum tilfellum kvartar fólk þar sem það hefur ekki fengið færi á að greiða bílastæðagjaldið áður en hátt innheimtugjald hefur verið lagt á.

Sjá einnig: „Ósýnileg“ bílastæðagjöld úrskurðuð ólögleg

Sjá einnig: Segja vangreiðslugjöld ólögmæt – Kalla eftir skýrum reglum til að koma böndum á bílastæðabraskið

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ekki vitað hvað fyrirhuguð brottfararstöð fyrir útlendinga mun kosta

Ekki vitað hvað fyrirhuguð brottfararstöð fyrir útlendinga mun kosta
Fréttir
Í gær

Trefjar smíða björgunarbát fyrir Björgunarsveit Hafnarfjarðar

Trefjar smíða björgunarbát fyrir Björgunarsveit Hafnarfjarðar
Fréttir
Í gær

Kona í Grafarvogi greindi frá þjófnaði Wolt sendils en viðbrögðin voru önnur en hún átti von á – „Þetta er með furðulegustu sögum sem ég hef heyrt“

Kona í Grafarvogi greindi frá þjófnaði Wolt sendils en viðbrögðin voru önnur en hún átti von á – „Þetta er með furðulegustu sögum sem ég hef heyrt“
Fréttir
Í gær

Áslaug Arna setur upp slæðu til styrktar góðs málefnis

Áslaug Arna setur upp slæðu til styrktar góðs málefnis
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gramir garðyrkjumenn flýja Karl konung – Nirfilsháttur og eitruð vinnumenning sögð fylgja stjórnsömum sprotakarli

Gramir garðyrkjumenn flýja Karl konung – Nirfilsháttur og eitruð vinnumenning sögð fylgja stjórnsömum sprotakarli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar stjórnarandstöðuna um rógburð og lygar í garð strandveiðisjómanna – „Setja upp hvolpaaugu og ljúga“

Sakar stjórnarandstöðuna um rógburð og lygar í garð strandveiðisjómanna – „Setja upp hvolpaaugu og ljúga“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósáttur við framkomu ferðamanna – „Er engin virðing fyrir náttúrunni lengur til?“

Ósáttur við framkomu ferðamanna – „Er engin virðing fyrir náttúrunni lengur til?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bíl merktum Isavia stolið í gær – „Öryggisatvik átti sér stað“

Bíl merktum Isavia stolið í gær – „Öryggisatvik átti sér stað“