fbpx
Miðvikudagur 23.júlí 2025
Fréttir

6 hæða hótel mun rísa í Borgartúni 1

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 22. júlí 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umsókn um að byggja sex hæða hótel, með alls 302 herbergjum fyrir 610 gesti, auk veitingastaða, fundarsala og afþreyingarýma á 1. hæð og bílakjallara á lóð nr. 1 við Borgartún, var samþykkt á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 17. júlí síðastliðinn.

30 bílastæði verða í kjallara og 120 hjólastæði á lóðinni. „Gert er ráð fyrir að minni hópferðabílar, ekki stórar rútur, eigi möguleika á að stöðva og hleypa gestum í/út við norður innganginn við Guðrúnartún. Rútur stoppi annars við Þórunnartún.“ 

Í dag eru Kaffistofa Samhjálpar og Hlutverkasetur í húsinu að Borgartúni 1, auk annars reksturs.

Skv. deiliskipulagi má byggja hámark 12.000 m2 ofanjarðar og 3000 m2 neðanjarðar. Sótt er um að byggja 11.011 m2 ofanjarðar og 2.696 m2 í kjallara. Í deiliskipulagi er lögð áhersla á að götuhæð tengist vel göturýminu, bæði að Borgartúni og Guðrúnartúni, og gerir skipulagsfulltrúi ekki athugasemd með hvernig unnið er með götuhæðina, sem að hluta er stölluð, til þess að ná þessu fram. 

Eigandi lóðarinnar er BE eignir ehf., sem er í eigu Péturs Guðmundssonar, framkvæmdastjóra og eina hluthafa byggingafyrirtækisins Eyktar. BE eignir ehf. Eiga einnig lóðina að Borgartúni 3, og Pétur á einnig lóðina Guðrúnartún 4, í gegnum fyrirtæki sitt Íþaka fasteignir ehf. 

Þann 4. júlí 2024 gerðu félögin tvö, BE eignir ehf. og Íþaka fasteignir ehf., samkomulag við Reykjavíkurborg um uppbyggingu lóðanna þriggja og sameiningu þeirra í eina lóð. 

Samkomulagið var lagt fyrir borgarráð 11. júlí það ár og samþykkt með sex atkvæðum gegn einu. Þá stóð til að hótelbyggingin yrði fimm hæðir. Fulltrúi Sósíalista benti á að mikilvæg samfélagsleg starfsemi væri rekin á reitnum (Samhjálp og Hlutverkasetur), sem mikilvægt væri að tryggja stað miðsvæðis. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins lagði fram í bókun sinni að gríðarleg aukning yrði á byggingarmagni á lóðinni og gera mætti ráð fyrir þrengslum og slæmu aðgengi. „Fulltrúi Flokks fólksins veltir því fyrir sér hvort ekki væri nær að byggja þarna íbúðir í ljósi mikils íbúðarskorts á höfuðborgarsvæðinu.  Þessi reitur er þess utan afar dýrmætur, er miðsvæðis og í göngufjarlægð frá miðbænum og nágrenni. Undir þessum kringumstæðum er rétt að spyrja sig að því hvort hótelbygging ætti að vera í forgangi. Áhrif af svo stórri byggingu munu verða nokkur á umhverfið, um það er engum blöðum að fletta.“

Á fundi skipulagsfulltrúa 24. október 2024 var breyting fyrir lóðina samþykkt: Í breytingunni sem lögð er til felst sameining lóðanna þriggja í eina lóð, aukning á byggingarmagni og heimild fyrir því að reisa hótelbyggingu á hinni sameinuðu lóð, samkvæmt uppdráttum T.ark arkitekta ehf., dags. 13. júní 2024. Tillagan var auglýst frá 18. júlí til og með 17. október 2024. Umsagnir bárust. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 24. október 2024.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Trump fúll og hefnir sín á Wall Street Journal út af Epstein-frétt

Trump fúll og hefnir sín á Wall Street Journal út af Epstein-frétt
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Bandarískur faðir flúði „vókisma“ heimalandsins til Rússlands – Var umsvifalaust sendur í fremstu víglínu í nafni Pútín

Bandarískur faðir flúði „vókisma“ heimalandsins til Rússlands – Var umsvifalaust sendur í fremstu víglínu í nafni Pútín