fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Fær ekki að byggja gistihús á Laugavegi

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 16. júlí 2025 08:00

Mynd: fastinn.is/Garðatorg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirtækið Borgarhraun ehf. lagði í maí fram fyrirspurn vegna breytingar á deiliskipulagi vegna Laugavegar 72.

Lagði eigandi fram fyrirspurn um að byggja tveggja hæða, 10 herbergja gistihús með lágu risi á baklóðinni. Samkvæmt teikningu Zeppelin arkitekta á að vera garður milli suður lóðamarka og nýbyggingar, og framhús og bakhús tengd saman með byggingu upp við húsið á Laugavegi 74 og á milli framhúss og bakhúss verður húsasund, eða garður. 

Áður hafði svipuð fyrirspurn verður lögð fram vegna lóðarinnar, þar sem óskað var eftir að sameina Laugaveg 72 og 74, henni var hafnað þar sem byggingamagn í bakgarði þótti ekki falla að gildandi byggðamynstri.

Í þeirri nýju sem tekin var fyrir á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 3. júlí var fallið frá sameiningu lóða, en eins og áður sagði snýr nýja fyrirspurnin að leyfi til að byggja á baklóð og tengja byggingarnar.

Fyrirhuguð breyting lögð fram með fyrirspurninni

Fasteignin að Laugavegi 72 er í heild 282,7 fm og var kaupsamningi vegna hennar þinglýst 5. júní. Kaupverð var 233,5 milljónir króna.

Í svari skipulagsfulltrúa kemur fram að markmið gildandi deiliskipulags er meðal annars að vernda byggðamynstur miðborgar. Gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir töluverðri uppbyggingu við Laugaveg, sem felst í heimildum til að stækka verslunarrými á jarðhæðum að lóðamörkum til suðurs ásamt útbyggingu baka til. Þar sem viðbygging í bakgarði er heimil einungis á jarðhæð er upprunaleg rýmd milli húsa varðveitt og þar með byggðamynstur. Fyrirspurn eiganda þykir í ósamræmi við megin einkenni byggðarmynsturs hvað varðar rýmd milli húsa.

Einnig kom fram að ekki er heimild fyrir því að breyta núverandi húsnæði í gististarfsemi. Hvað nýja uppbyggingu varðar sé það mögulegt í ákveðnu hlutfalli skerði slík starfsemi ekki gæði, stærð eða magn núverandi húsnæðis sem er fyrir.

Þar sem fyrirspurnin sneri að því að uppbygging yrði 100% gististarfsemi var ekki fallist á hana.

Mynd: fastinn.is/Garðatorg
Mynd: fastinn.is/Garðatorg
Bílskúr er á lóðinni. Mynd: fastinn.is/Garðatorg

Niðurstaða 

Tekið er neikvætt í fyrirspurn þar sem tillaga samræmist ekki ákvæðum Hverfisverndar innan Hringbrautar eða markmiðum gildandi deiliskipulags um verndun byggðamynsturs, né uppfyllir hún skilyrði AR2040 fyrir aukinni gististarfsemi á miðsvæði M1a. 

Vakin er athygli á að fyrirspurn um afstöðu skipulagsfulltrúa til erindis byggir á innsendum gögnum og verður ekki lögð að jöfnu við formlega umsókn og svar í slíku tilfelli getur eðli máls samkvæmt ekki talist stjórnvaldsákvörðun. Afgreiðsla skipulagsfulltrúa á fyrirspurnum felur því ekki í sér lokaákvörðun og veitir ekki heimild til framkvæmda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ísland á nafnið Iceland – Breska verslunarkeðjan tapaði

Ísland á nafnið Iceland – Breska verslunarkeðjan tapaði
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Ragnhildur segir samfélagsmiðla auka á kvíða fólks – „Ég er með þá reglu að eftir kvöldmat er bara enginn sími“

Ragnhildur segir samfélagsmiðla auka á kvíða fólks – „Ég er með þá reglu að eftir kvöldmat er bara enginn sími“
Fréttir
Í gær

Jóhann Rúnar Skúlason kominn í danska hestalandsliðið fyrir HM – Dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára stúlku

Jóhann Rúnar Skúlason kominn í danska hestalandsliðið fyrir HM – Dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára stúlku
Fréttir
Í gær

Réttað yfir Tesla vegna dauða ungrar konu – Hafi hunsað viðvaranir um sjálfstýringarbúnað í áraraðir

Réttað yfir Tesla vegna dauða ungrar konu – Hafi hunsað viðvaranir um sjálfstýringarbúnað í áraraðir
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem lýst var eftir er fundinn

Maðurinn sem lýst var eftir er fundinn
Fréttir
Í gær

Húðlæknir vill banna ljósabekki á Íslandi – „Algjörlega fáránlegt að það sé ekki búið að banna þá“

Húðlæknir vill banna ljósabekki á Íslandi – „Algjörlega fáránlegt að það sé ekki búið að banna þá“