fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fréttir

Skiptar skoðanir á gjaldskyldu við Geysi: „Ég sé að mörgum finnst þetta verð eðlilegt, mikið vildi ég vera á þeirra launum“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 10. júlí 2025 10:01

Mynd/Google Maps

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Netverjar skiptust í fylkingar varðandi gjaldskyld bílastæði við Geysi. Einn netverji birti færslu í vinsæla Facebook-hópnum Vertu á verði – Eftirlit með verðlagi og sagðist hafa borgað þúsund krónur fyrir að leggja bílnum og það væri ekki hægt að velja hversu lengi hann ætlaði að vera í stæðinu, það væri bara fast verð.

Mörgum þótti þessi upphæð ekki há, sérstaklega miðað við fréttir frá öðrum gjaldskyldum bílastæðum þar sem ökumenn greiða mörg þúsund krónur fyrir að leggja bílnum.

Sjá einnig: Greiddi 18.159 kr. fyrir 2 klst. á bílastæði á Selfossi – „Ef rétt þá er þetta lögreglumál“

„Þetta er svona alls staðar núna. Fór að skoða Reynisfjöru, Skógafoss og alla þá „túrista“ staði um helgina og var það 1000 krónur hjá hverjum stað. Þessi ferð kostaði yfir 5 þúsund bara að leggja stutt í stæði,“ sagði einn netverji við færsluna.

„Ekkert að því, einhvers staðar þarf að taka peninga fyrir viðhaldi á ferðamannastöðum. Mun eðlilegra að innheimta bílastæðagjöld heldur en kannski 300-500 krónur á hvern einstakling,“ sagði annar á meðan einn sagði einfaldlega: „Græðgi.“

„Mér finnst þúsund kall þarna ekkert of hátt verð,“ sagði einn en þá sagði annar: „Ég sé að mörgum finnst þetta verð eðlilegt, mikið vildi ég vera á þeirra launum.“

Sjá einnig: Borgaði fyrir bílastæði en fékk síðan sekt í heimabankann – Þetta var klúðrið: „Algjör svartur blettur á samfélaginu“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Eiginkona Charlie Kirk birti ískyggilega færslu nokkrum tímum fyrir skotárásina

Eiginkona Charlie Kirk birti ískyggilega færslu nokkrum tímum fyrir skotárásina
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”
Fréttir
Í gær

Þrjár verslanir opna í nýrri verslunarmiðstöð í Reykjanesbæ

Þrjár verslanir opna í nýrri verslunarmiðstöð í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Charlie Kirk er látinn eftir skotárás

Charlie Kirk er látinn eftir skotárás
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir Ingu Sæland fyrir að vilja stytta rétt til atvinnuleysisbót um eitt ár – „Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður“

Gagnrýnir Ingu Sæland fyrir að vilja stytta rétt til atvinnuleysisbót um eitt ár – „Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður“