fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Fréttir

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið

Ritstjórn DV
Mánudaginn 30. júní 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harðar deilur á milli fráfarandi og núverandi stjórnar Sósíalistaflokksins snúast um að fjármunir sem flokkurinn hefur fengið í styrk frá ríkinu hafi runnið inn í sjálfstæð félög, Vonarstjörnuna og Alþýðufélagið. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur telur þetta vera ótæk vinnubrögð og telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið. Haukur segir á Facebook-síðu sinni:

„Um deilur sósíalista. Alþýðufélagið og Samstöðin geta ekki notað opinbera styrki sem ætlaðir eru til stjórnmálastarfsemi og greiddir Sósíalistaflokknum. Það geta bara gert skráð stjórnmálasamtök sem bjóða fram til Alþingis og sveitarstjórna. Þau skilyrði uppfyllir flokkurinn en ekki ofannefnd félög.

Ég tel að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið, það gengur ekki að Sósíalistaflokkurinn njóti ekki styrkjanna – það verður að fara að lögum. Í þessu tilviki lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka.

Þá tel ég að flokkurinn eigi endurgreiðslukröfu á Alþýðufélagið og Samstöðina. Munum að slíkar kröfur geta náð nokkuð aftur í tímann, það fer eftir fyrningafresti (sem ég reikna með að sé fjögur ár í þessu máli).“

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi flokksins og ritstjóri Samstöðvarinnar, andmælir þessu og ritar:

„Þetta fyrirkomulag hefur fengið blessun ríkisendurskoðunar sem fer yfir reikninga stjórnmálasamtaka. Ríkisendurskoðandi sagði í samtali við Moggann fyrir nokkrum vikum að stjórnmálaflokkar hefðu mjög rúmar heimildir um hvernig þeir ráðstafa sínu fé og gerði engar athugasemdir við ákvarðanir Sósíalistaflokksins.“

Þessu svarar Haukur þannig:

„Það stemmir ekki. Ríkisendurskoðandi tekur ekki afstöðu til laga, (sem þrengir mjög verksvið hans). Það gerir hins vegar Umboðsmaður Alþingis. Af þessum ástæðum þurfa þeir báðir að koma að styrkjamáli Flokks fólksins – ef löggjafarvaldið ætlar að taka á því yfirleitt. Ríkisendurskoðandi birtir ársreikninga stjórnmálasamtaka, en metur þá ekki eða skrifar upp á þá.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra
Fréttir
Í gær

Fyrrum FBI-fulltrúi: Morðingi Charlie Kirk alls „enginn viðvaningur“

Fyrrum FBI-fulltrúi: Morðingi Charlie Kirk alls „enginn viðvaningur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýður kærir synjun á niðurrifi Hvítabandsins

Lýður kærir synjun á niðurrifi Hvítabandsins