fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Fréttir

Úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald

Ritstjórn DV
Föstudaginn 27. júní 2025 10:51

Skjáskot Já.is.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm einstaklingar sem handteknir voru í aðgerðum lögreglunnar á Norðurlandi eystra, í samvinnu við þrjú önnur lögregluembætti, á dögunum hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald.

Málið varðar skipulagða brotastarfsemi sem snýr að framleiðslu á fíkniefnum á nokkrum stöðum á landinu.

Ráðist var í aðgerðir á nokkrum stöðum, meðal annars á Raufarhöfn, þann 18. júní síðastliðinn og voru fimm einstaklingar úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Landsréttur staðfesti síðar úrskurðinn.

Samkvæmt kröfu lögreglunnar á Norðurlandi eystra hefur Héraðsdómur Norðurlands eystra nú framlengt gæsluvarðhald yfir sömu aðilum til 4. júlí næstkomandi. Fjórir af þessum fimm aðilum hafa kært þessa úrskurði til Landsréttar.

Unnið er að rannsókn málsins, að því er segir í tilkynningu lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Matvælafyrirtæki sagt hafa margsinnis brotið gegn reglum um dýravelferð

Matvælafyrirtæki sagt hafa margsinnis brotið gegn reglum um dýravelferð
Fréttir
Í gær

Fékk alvarlega nýrnabilun vegna notkunar geðlyfs – Hæstiréttur telur málið fordæmisgefandi

Fékk alvarlega nýrnabilun vegna notkunar geðlyfs – Hæstiréttur telur málið fordæmisgefandi
Fréttir
Í gær

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu
Fréttir
Í gær

Helgi Áss kjaftstopp: „Þetta ástand er niðurlægjandi fyrir Breiðholt“

Helgi Áss kjaftstopp: „Þetta ástand er niðurlægjandi fyrir Breiðholt“