fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Fréttir

Þingmenn hafa eytt yfir 46 milljónum króna í ferðalög á árinu

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 26. júní 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kostnaður við ferðalög þingmanna það sem af er ári nemur samtals rúmum 46 milljónum króna og er þá bæði átt við ferðalög innanlands og erlendis.

Þetta kemur fram í úttekt Morgunblaðsins í dag. Bent er á það að þingmenn hafi eytt rúmum 26 milljónum króna í ferðalög innanlands og 20 milljónum í ferðalög erlendis.

Þeir þingmenn sem eytt hafa mestu í ferðir innanlands eru allir landsbyggðarþingmenn. Þetta eru þeir Þorgrímur Sigmundsson, Stefán Vagn Stefánsson, Ingibjörg Isaksen, Jens Garðar Helgason og Sigurjón Þórðarson. Efstur á blaði er Þorgrímur með tæplega 2,1 milljón, samkvæmt úttekt Morgunblaðsins.

Sá þingmaður sem eytt hefur mestu í ferðalög til útlanda er Þórunn Sveinbjarnardóttir sem er forseti Alþingis. Nemur kostnaður við utanlandsferðir hennar um 1,3 milljónum króna. Þar á eftir koma þau Sigmar Guðmundsson, Pawel Bartoszek, Ingibjörg Isaksen, Dagur B. Eggertsson, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Dagbjört Hákonardóttir.

Eru þetta einu þingmennirnir sem hafa eytt yfir milljón í ferðalög erlendis.

Nánar er fjallað um þetta í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur
Fréttir
Í gær

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson
Fréttir
Í gær

Nýbýlavegsmálið: Móðir sem dæmd var í 18 ára fangelsi fær að áfrýja til Hæstaréttar

Nýbýlavegsmálið: Móðir sem dæmd var í 18 ára fangelsi fær að áfrýja til Hæstaréttar
Fréttir
Í gær

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurborg fær ekki að áfrýja máli til Hæstaréttar – Kona sem datt í sundlaug vann

Reykjavíkurborg fær ekki að áfrýja máli til Hæstaréttar – Kona sem datt í sundlaug vann