fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Frá Kyrrahafi til Kalíningrad – Rússar eru hvergi öruggir

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 25. júní 2025 07:00

Mynd frá árás Úkraínu á eldsneytisbirgðastöð í Belgorod í Rússlandi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Geta Úkraínumanna til að ráðast á Rússa hvar sem er eykst stöðugt. Flestir muna eflaust eftir hinni djörfu árás þeirra á nokkra rússneska herflugvelli þann 1. júní. Þá tókst Úkraínumönnum að eyðileggja og skemma á fimmta tug rússneskra herflugvéla.

Tveimur vikum síðar voru nokkrar dularfullar verur á ferðinni í Kalíningrad, sem er rússneskt yfirráðasvæði við Eystrasalt, klukkan fjögur að nóttu. Úkraínska leyniþjónustan birti upptöku af þessu því þetta voru útsendarar leyniþjónustunnar.

Í upptökunni sést þegar eldfimum vökva er hellt yfir rafleiðslur og eldur borinn að. Þessar rafleiðslur sjá fyrirtækjum, meðal annars í varnarmálageiranum, fyrir rafmagni.

„Við minnum aftur á að það er hvergi öruggt svæði í Rússlandi eða á plánetunni allri. Allt rússneskt, sem tengist stríðinu, mun brenna, sökkva og verða eytt óháð því hvernig verndinni er háttað eða hvar það er staðsett,“ sagði heimildarmaður í leyniþjónustunni GUR við Hromadske.

Í lok maí gerðu Úkraínumenn árás í Vladivostok, sem er við Kyrrahafið. Það sama á við um fjölda skotmarka í og nærri Moskvu.

Áhrif árásanna haf verið mjög mismunandi en í heildina hafa þau kostað Rússa sem svarar til mörg hundruð milljarða króna.

Markmið Úkraínumanna er að ráðast á rússneskt efnahagslíf og framleiðslugetu. Með þessum aðgerðum, sem hafa beinar afleiðingar, koma afleiðingarnar fljótt fram. Til dæmis á vígvellinum þar sem Rússar hafa færri vopn en að öðrum kosti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast