fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Segir að Úkraína sé enn með smáhluta af Kúrsk á sínu valdi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. júní 2025 07:30

Úkraínskur hermaður stendur vörð yfir rússneskum stríðsföngum í Kursk. Skjáskot/X

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í ágúst á síðasta ári gerði úkraínski herinn óvænta innrás í Kúrsk-héraðið í Rússlandi og lagði um 1.000 ferkílómetra lands undir sig. Rússar tilkynntu fyrir nokkrum vikum að þeim hefði tekist að hrekja úkraínska herinn úr héraðinu. En Oleksandr Syrsky, yfirhershöfðingi úkraínska hersins, sagði um helgina að svo sé ekki. Úkraínumenn séu enn með hluta héraðsins á sínu valdi.

Hann sagði að 10.000 rússneskir hermenn reyni að hrekja úkraínska herinn úr héraðinu. Hann sagði að Úkraínumenn séu enn með um 90 ferkílómetra lands á sínu valdi.

Hann ræddi við fréttamenn á sunnudaginn og sagði einnig að úkraínski herinn munu auka „umfang og dýpt“ árása sinna á Rússland. „Auðvitað höldum við áfram,“ sagði hann.

Með innrásinni í Kúrsk tókst Úkraínumönnum að búa til „stuðpúðasvæði“ sem kom í veg fyrir að Rússar gætu sent hermenn til lykilsvæða í austanverðri Úkraínu.

Það fór síðan að halla undan fæti hjá Úkraínumönnum í Kúrsk þegar 11.000 norðurkóreskir hermenn voru sendir til liðs við rússneska herinn í héraðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Hryllileg aðkoma í Súlunesi – Margrét undraðist að hún væri handtekin en ekki foreldrarnir

Hryllileg aðkoma í Súlunesi – Margrét undraðist að hún væri handtekin en ekki foreldrarnir
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Hvetur foreldra til að huga að þessu – „Óbærileg fyrir börn og ungmenni sem finna sig iðulega með öllu vanmáttug í þessum aðstæðum”

Hvetur foreldra til að huga að þessu – „Óbærileg fyrir börn og ungmenni sem finna sig iðulega með öllu vanmáttug í þessum aðstæðum”
Fréttir
Í gær

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Í gær

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta