fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Fréttir

„Enginn veit hvaða hörmungar og þjáningar þetta kann að hafa í för með sér“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. júní 2025 08:00

Vassily Nebenzia á fundinum í gær. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússland hefur varað við því að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi opnað „Pandórubox“ með því að ráðast með beinum hætti á Íran um helgina.

Eins og kunnugt er vörpuðu Bandaríkjamenn sprengjum á kjarnorkutengd mannvirki í Íran og kom sú ákvörðun mörgum í opna skjöldu, enda hafði komið fram nokkrum dögum áður að Trump vildi gefa Írönum færi á að setjast við samningaborðið. Eftir árásina sagði Trump að Bandaríkjamenn hefðu slegið vopnin úr höndum yfirvalda í Íran.

Vassily Nebenzia, sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum, varaði við því á neyðarfundi Öryggisráðsins að bein afskipti Bandaríkjamanna gætu haft ófyrirséðar afleiðingar. Meðal þess sem menn óttast er að Íran muni hefna með hryðjuverkaárásum á Vesturlönd.

„Yfirvöld í Washington hafa nú ítrekað að til að þjóna hagsmunum bandamanns síns, Ísraels, séu þau ekki einungis reiðubúin til að loka augunum fyrir drápum á tugum þúsunda kvenna, barna og aldraðra í Palestínu, heldur einnig að taka áhættu með öryggi og velferð alls mannkyns. Með aðgerðum sínum hefur Bandaríkjunum tekist að opna Pandórubox – enginn veit hvaða nýju hörmungar og þjáningar það mun leiða af sér,“ sagði hann.

Nebenzia hélt því fram að Rússland hefði boðið sig fram til að hafa milligöngu um að finna friðsamlega lausn á kjarnorkumálum Írands. Benti hann á að Bandaríkin, sérstaklega leiðtogar landsins, væru augljóslega ekki mjög áhugasamir um diplómatískar lausnir þessa dagana.

Kallaði Nebenzia eftir því að róa þyrfti öllum árum að því að minnka spennuna í Mið-Austurlöndum. Að öðrum kosti gæti heimurinn allur staðið á barmi kjarnorkuhamfara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Jóhannes Valgeir látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýbýlavegsmálið: Móðir sem dæmd var í 18 ára fangelsi fær að áfrýja til Hæstaréttar

Nýbýlavegsmálið: Móðir sem dæmd var í 18 ára fangelsi fær að áfrýja til Hæstaréttar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Reykjavíkurborg fær ekki að áfrýja máli til Hæstaréttar – Kona sem datt í sundlaug vann

Reykjavíkurborg fær ekki að áfrýja máli til Hæstaréttar – Kona sem datt í sundlaug vann