fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Guðrún Karls svarar fyrir sig: Þjóðkirkjan ekki að breytast í múslímska kirkju – „Þá væri mér að mæta“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 18. júní 2025 10:00

Guðrún Karls Helgudóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, segir að ákveðin upplýsingaóreiða hafi verið fólgin í þeirri ákvörðun Morgunblaðsins að ræða við Geir Waage, pastor emiritus, um ný handbókardrög sem kynnt voru á prestastefnu á dögunum.

Þetta sagði Guðrún í viðtali í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun en fjallað er um málið á vef RÚV.

Í frétt Morgunblaðsins á mánudag var fjallað um drögin þar sem fram kom að breytingarnar fælu meðal annars í sér að kvengera Guð og tala um öll kyn. Þá væri óður til Allah birtur á arabísku í íslenskri sálmabók.

Sjá einnig: Geir Waage ekki sáttur:„Þá er verið að kenna villu­trú og það hef­ur mjög slæm­ar og al­var­leg­ar afleiðing­ar“

„Hér er um óvita­skap að ræða. Mér vit­an­lega eru kyn­in líf­fræðilega tvö, karl­ar og kon­ur. Svo eru til alls kon­ar af­brigði sem hafa alltaf verið, bæði hvað varðar lík­ams­gerð og hneigðir,“ sagði Geir meðal annars við Morgunblaðið og bætti við:

„Þegar menn eru farn­ir að skipta föðurn­um, skap­ar­an­um, út fyr­ir eitt­hvað annað þá erum við kom­in á villuvegu. Þá er verið að kenna villu­trú og það hef­ur mjög slæm­ar og al­var­leg­ar af­leiðing­ar þegar til lengd­ar læt­ur.“

Í viðtalinu í Morgunútvarpinu sem vitnað er til í frétt RÚV sagði Guðrún það vont að vera sökuð um að boða villutrú. „Það má saka mig um ýmislegt en villutrú er ekki alveg rétt,“ sagði biskup.

Í viðtalinu kom fram að verið væri að auka fjölbreytni tungutaksins í helgihaldi en gagnrýnin hefur einnig snúist að sálmi á arabísku. Segir Guðrún að sálmurinn hafi verið fyrst þýddur í sálmabók árið 2013 og finna megi tugi sálma á öðrum tungumálum en íslensku. Umræddur sálmur sé hákristinn og saminn af kaþólikka frá Nasaret.

„Það virðist vera ákveðin hræðsla hjá mörgum við múslima og íslamska trú. Ég ber bara virðingu fyrir því og það er ekki gott. En það hefur ekkert með íslensku sálmabókina að gera, hún er rammíslensk og hákristin,“ sagði Guðrún. Fólk þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur.

„Ég get alveg lofað ykkur því að ef Þjóðkirkjan væri að breytast í einhvers konar múslímska kirkju þá væri mér að mæta. Það er ekki það sem þetta snýst um. En ástæðan fyrir því að það eru sálmar á fleiri tungumálum er sú að það er mjög mikið af fólki sem kemur í kirkju íslensku þjóðkirkjunnar sem talar ekki íslensku.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin