fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fréttir

Segir Pakistan ætla að senda kjarnorkusprengju á Ísrael ef Ísrael beitir kjarnorkuvopnum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 16. júní 2025 09:30

Mynd frá Tel Aviv í gær. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Pakistan hafa hótað að senda kjarnorkusprengju á Ísrael ef Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, ákveður að nota kjarnorkuvopn gegn Íran. Þetta segir hátt settur herforingi í íranska byltingarvarðliðinu.

Allt er á suðupunkti á milli Ísraels og Írans eftir að Ísraelar réðust á kjarnorkuinnviði landsins í síðustu viku. Hafa löndin gert árásir á hvort annað síðustu daga og óttast margir stigmögnun á milli ríkjanna.

Mohsen Rezao, herforingi í íranska byltingarvarðliðinu og fulltrúi í þjóðaröryggisráði Írans, segir að Pakistanar hafi fullvissað Írani um að ef Ísrael beitir kjarnorkusprengju muni Pakistan svara með samskonar árás á Ísrael. Pakistan og Ísrael eru tvö þeirra níu ríkja í heiminum sem búa yfir kjarnorkuvopnum.

Rezao segir að Pakistan hafi lofað því að standa með Íran í þeim átökum sem nú standa yfir og kallaði eftir því að íslömsk ríki standi sameinuð gegn Ísrael.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miðflokkurinn vill leita að olíu og gasi – Beri það árangur sé hægt að útrýma verðtryggingunni

Miðflokkurinn vill leita að olíu og gasi – Beri það árangur sé hægt að útrýma verðtryggingunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kvörtunum vegna Reykjavíkurflugvallar hefur fjölgað hratt – Umsókn um nýtt starfsleyfi verið meira en ár í vinnslu

Kvörtunum vegna Reykjavíkurflugvallar hefur fjölgað hratt – Umsókn um nýtt starfsleyfi verið meira en ár í vinnslu