fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Íslendingur vann 54 milljónir um helgina – „Ég er bara ekki enn að trúa þessu“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 4. júní 2025 09:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stálheppinn Íslendingur vann 54 milljónar króna í lottóinu um síðustu helgi. Um er að ræða fimmtugan karlmann á höfuðborgarsvæðinu sem var sá eini sem var með allar tölurnar réttar.

„Ha nei!, ha nei!, getur ekki verið!“ endurtók vinningshafinn aftur og aftur eftir að hann sá vinningsmerkið við miðann sinn inn á lotto.is. Hann starði lengi á töluna við merkið – því hún gat varla verið dagsetning – en hann átti jafn erfitt með að trúa því að þetta væri raunveruleg vinningsupphæð sem hann hefði unnið. Það eina sem hann gat sagt var: „Ha nei!, ha nei!, getur ekki verið!“

Svona hefst tilkynning frá Íslenskri getspá um lottóútdrátt helgarinnar en potturinn var fjórfaldur og í honum rúmar 54 milljónir króna. Rúmlega 7.000 manns fengu vinning. Hinn eini sanni vinningshafi keypti miðann sinn á lotto.is og valdi tölurnar sjálfur.

„Ég er bara ekki enn að trúa þessu. Að geta séð fram á að eignast íbúðina mína og leyft mér að kaupa nýjan bíl er eitthvað sem ég átti ekki von á að geta gert – svona bara allt í einu. Ég er enn orðlaus, en um leið ótrúlega þakklátur,“ er haft eftir manninum.

Íslensk getspá óskar vinningshafanum innilega til hamingju og þakkar um leið veittan stuðning – sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir fatlað fólk, sem og íþrótta- og ungmennafélögin í landinu, þar sem þau njóta góðs af allri sölu Lottó.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin