fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Sumarfrí Helgu í Vaglaskógi tók óvænta stefnu – „Já, það snjóar ennþá“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 3. júní 2025 08:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Já, það snjóar ennþá og hitinn er við frostmark,“ segir Helga María Stefánsdóttir sem er stödd í sumarfríi með eiginmanni sínum í Vaglaskógi í Fnjóskadal.

Töluverð snjókoma hefur verið á svæðinu síðustu klukkustundirnar en eins og flestum ætti að vera kunnugt er í gildi appelsínugul veðurviðvörun á Norðurlandi eystra, Austurlandi, Austfjörðum og Suðausturlandi vegna norðan hríðar, snjókomu og slyddu.

Eins og myndbandið hér að neðan gefur til kynna er ekki margt sem gefur til kynna að komið sé vor í Vaglaskógi, hvað þá sumar, en Helga er í hjólhýsi á svæðinu ásamt nokkrum fjölda ferðamanna að hennar sögn.

Á Norðurlandi eystra er appelsínugul viðvörun í gildi til klukkan 13 í dag, en á vef Veðurstofunnar segir: „Norðan 13-20 m/s og snjókoma eða slydda með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Varasamar aðstæður fyrir ökutæki vanbúin til vetraraksturs og ekki ráðlegt að leggja í ferðalög til fjalla.“

Aðspurð hvort þau hyggist þrauka segir Helga að ekki sé annað í boði. „Við verðum að hugsa um dótið okkar og þetta er það þungur snjór að hann sligar fortjöldin,“ segir hún.

Bendir hún á hún sé með gasgrillið og ofninn í fortjaldinu í gangi til að halda snjónum ofan af.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin