fbpx
Fimmtudagur 29.maí 2025
Fréttir

Stríðið hefur breyst – „Þetta er nú 20-25% af árásum Rússa“ – Myndband

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 28. maí 2025 03:15

Hér sjást rússneskir hermenn á hlaupahjólum og fjórhjólum á vígvellinum. Mynd: Úkraínski herinn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sífellt fleiri mótorhjólum er ekið hratt að skotgröfum Úkraínumanna. Áður þótti þetta nú frekar spaugileg sjón en þetta er alls ekki spaugilegt.

Þegar maður sér á upptökum frá stríðinu í Úkraínu árið 2025 að rússneskir hermenn bruna að skotgröfum Úkraínumanna á mótorhjólum, fjórhjólum, Lödum og öðrum tegundum fólksbíla sem búið er að taka þakið af. En þetta er í raun skynsamlegt val á farartækjum.

Bæði rússneskar og úkraínskar hersveitir nota mótorhjól til að flytja hermenn að víglínunni og einnig til að árása.

„Þetta er nú 20-25% af árásum Rússa. Það er erfitt fyrir Úkraínumenn að verjast svona stöðugum árásum,“ sagði Pavlo Narozhnyi, úkraínskur hernaðarsérfræðingur, í samtali við The Telegraph.

Zvezda Weekly segir að rússneskir hermenn fái nú þjálfun í notkun mótorhjóla og fjórhjóla og að rússneska varnarmálaráðuneytið hafi stofnað sérstaka mótorhjólaherdeild síðasta sumar. Úkraínumenn stofnuðu nýlega nýja og sjálfstæða mótorhjólaherdeild.

Ástæðan fyrir þessari þróun getur þú, ef þú ert óheppinn hermaður, séð með því að horfa upp í loftið. Það eru drónar út um allt. Sumir af þeim eru notaðir við eftirlit og til að finna skotmörk. Aðrir, sjálfsvígsdrónar, bera sprengihleðslur. Það er hægt að takast á við suma með rafrænum varnarvopnum en öðrum er stýrt í gegnum ljósleiðara og það er eiginlega bara hægt að stöðva þá með neti eða haglaskotum.

Úkraínumenn hafa að mestu myndað 20 km djúpt svæði yfir stórum hluta vígvallarins þar sem drónar fylgjast með og eru notaðir til árása. Rússar hafa einnig komið sér upp stórum drónaflota.

Með allan þennan fjölda dróna á lofti, þá eru stór og frekar hægfara brynvarin ökutæki ekki bara varnartól, þau eru orðin auðvelt skotmark. Þessu hafa Rússar sérstaklega fengið að kenna á því þeir hafa misst gríðarlegan fjölda brynvarinna ökutækja síðan stríðið hófst.

Úkraínumenn hafa einnig brennt sig á drónunum. Nýlega reyndu þeir að ráðast inn í bæinn Toretsk, sem Rússar hafa að hluta á valdi sínu. Þeir sendu tugi brynvarinnar ökutækja og skriðdreka af stað en þetta voru auðveld skotmörk og ökutækjunum var grandað.

Narozhnyi segir að mótorhjólaárásir séu „mjög áhrifaríkar“ þegar kemur að því að forðast stórskotalið og dróna. Meðal annars vegna þess að drónarnir verða í sumum tilfellum að fljúga nokkra kílómetra til að komast að skotmarki sínu við víglínuna.

„Ökumennirnir hafa kannski 5-10 mínútur til að ráðast á úkraínskar skotgrafir, oft miklu fleiri en þeir sem eru til varnar,“ sagði Narozhnyi.

Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War telur að Rússar muni auka notkun sína á mótorhjólum og öðrum óbrynvörðum ökutækjum í framtíðinni og læra af reynslunni og notfæra sér það í átökum í framtíðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kona á sextugsaldri handtekin með tug milljóna króna virði af kannabis eftir flug frá Íslandi

Kona á sextugsaldri handtekin með tug milljóna króna virði af kannabis eftir flug frá Íslandi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Lítill hluti nemenda uppvís af því að reyna að senda miða á milli borða

Lítill hluti nemenda uppvís af því að reyna að senda miða á milli borða
Fréttir
Í gær

Sæþór nýr leiðtogi Sósíalistaflokksins segir reynt að rústa mannorði hans með fölsuðu kynferðisspjalli við ólögráða unglingspilt

Sæþór nýr leiðtogi Sósíalistaflokksins segir reynt að rústa mannorði hans með fölsuðu kynferðisspjalli við ólögráða unglingspilt
Fréttir
Í gær

Rifbreinsbraut konu og stal af henni símanum

Rifbreinsbraut konu og stal af henni símanum