fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fréttir

Rússar eru að safna liði við „virkisborg“ Úkraínu

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 28. maí 2025 07:00

Eyðileggingin í Kharkiv var mikil fljótlega eftir að innrásin hófst. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir að hafa hrakið Úkraínumenn frá Kursk byrjuðu Rússar að safna herliði saman ekki fjarri Kharkiv, sem er næst stærsta borg Úkraínu. Rússneska herliðið er enn á rússnesku landsvæði en margir spyrja sig af hverju þeir eru að safna saman herliði þarna, nærri Kharkiv sem hefur verið nefnd „virkisborg“ Úkraínu.

Eftir að hafa hrakið Úkraínumenn frá Kharkiv hafa Rússar haldið hluta af 50.000 manna herliði sínu í héraðinu. Þeir hafa einnig flutt sumar af úrvalssveitum sínum þangað.

Sérfræðingar hafa lengi reiknað með að Rússar myndu hefja stórsókn á allri víglínunni eða hluta hennar en hún hefur ekki enn hafist að fullu að mati sérfræðinga.

Talið er að Rússar hafi „fjögurra mánaða glugga“ til að brjótast í gegnum varnarlínur Úkraínumanna áður en veðrið breytist og gerir þeim fáu rússnesku skriðdrekum, sem eru eftir, ókleift að athafna sig.

Ekki er talið útilokað að Rússar séu að undirbúa stórsókn nærri landamærum Kharkiv og Sumy. Þeir gætu hugsanlega ráðist beint á aðra hvora borgina en það verður allt annað en auðvelt því þær eru báðar mjög vel varðar. Þeir gætu líka ætlað að reyna að ná svæðum nærri borgunum á sitt vald. Þeir náðu þeim fljótlega eftir að stríðið hófst en Úkraínumenn hröktu þá þaðan haustið 2022.

Kharkiv er næst stærsta borg Úkraínu en þar bjó um ein milljón manna fyrir stríð. Hún er aðeins um 35 kílómetra frá rússnesku landamærunum.

Hún er almennt talin vera „virki“ og stóð af sér sókn Rússa á fyrstu mánuðum stríðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“
Fréttir
Í gær

MAST beitti bónda of mikilli hörku – Tók sig loksins á eftir langan tíma

MAST beitti bónda of mikilli hörku – Tók sig loksins á eftir langan tíma
Fréttir
Í gær

Furðar sig á því að geta fengið íslenskt vodka á lægra verði í Bandaríkjunum en í Fríhöfninni

Furðar sig á því að geta fengið íslenskt vodka á lægra verði í Bandaríkjunum en í Fríhöfninni
Fréttir
Í gær

Íslenskur sérfræðingur hefur efasemdir um sönnunargögn í einu alræmdasta fjöldamorðingjamáli Bretlands

Íslenskur sérfræðingur hefur efasemdir um sönnunargögn í einu alræmdasta fjöldamorðingjamáli Bretlands
Fréttir
Í gær

Níðingurinn sem er grunaður í hvarfi Madeleine að losna úr fangelsi – Neitar að vera yfirheyrður vegna málsins

Níðingurinn sem er grunaður í hvarfi Madeleine að losna úr fangelsi – Neitar að vera yfirheyrður vegna málsins