fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Fréttir

Kona á sextugsaldri handtekin með tug milljóna króna virði af kannabis eftir flug frá Íslandi

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 28. maí 2025 10:00

Konan var handtekin á flugvellinum í Glasgow. Mynd/Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona á sextugsaldri var handtekin á flugvellinum í Glasgow með mikið magn kannabisefna. Hún var að koma úr flugi frá Íslandi og reyndi að skilja töskuna eftir á flutningastöð.

Blaðið The Daily Record greinir frá þessu.

Konan heitir Shauna Eburne og er 54 ára gömul. Hún var handtekin þann 25. febrúar síðastliðinn með mikið magn kannabisefna, með götuverðmæti upp á 89 þúsund pund eða rúmar 15 milljónir króna.

Hún hafði flogið til Glasgow frá Keflavík en þaðan hafði hún flogið frá Toronto í Kanada. Hún komst í gegnum flugið en skildi töskuna með efnunum eftir á flugvellinum. Síðan tók hún leigubíl í miðborg Glasgow, kom svo aftur á flugvöllinn og tilkynnti um týndan farangur.

Maðkur í mysunni

Starfsfólk flugvallarins hafði fundið töskuna en fannst þetta grunsamlegt. Enda veldur farangur án eiganda ávallt hræðslu á flugvöllum. Taskan var sett í gegnum röntgen og þá kom í ljós að það var maðkur í mysunni.

„Fulltrúar opnuðu töskuna og fundu mikið magn af lofttæmdum pakkningum með grænu efni,“ sagði Michael Cunningham lögreglufulltrúi. Taskan var merkt frú Eburne og það sást að hún hafði verið að koma frá Íslandi. „Alls fundust 45 pakkningar sem voru prófaðar og reyndust innihalda kannabis.“

Frú Eburne var handtekin eftir að hún kom aftur á flugvöllinn og flutt á lögreglustöð til yfirheyrslu. Hún neitaði sök í málinu. „Ég vissi ekkert hvað var í töskunni, ekki hugmynd, mér var bara sagt að sækja þetta,“ sagði hún. Síðar játaði hún á sig vörslu og smygl efnanna til Bretlands. Kannabis er flokkað sem B-klassa fíkniefni þar í landi. Alls fundust 23,46 kíló af kannabis í fórum konunnar. Götuverðmætið er talið vera 89.148 pund, það er 3.800 pund á hvert kíló.

Shauna Eburne hefur verið dæmd sek í málinu. Refsing hennar verður hins vegar ákveðin þann 30. júní næstkomandi. Þangað til verður hún vistuð í fangelsinu í Greenock.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Segir nýjasta tölublað Heimildarinnar vera rætna herferð gegn íslenskri ferðaþjónustu – „Þessi atlaga að greininni getur ekki verið tilviljun ein“

Segir nýjasta tölublað Heimildarinnar vera rætna herferð gegn íslenskri ferðaþjónustu – „Þessi atlaga að greininni getur ekki verið tilviljun ein“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Lögreglan leitar þessara fjögurra manna

Lögreglan leitar þessara fjögurra manna
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Spyr hvers vegna þurfti að reka Verzlingana í burtu – „Kominn tími á að leyfa börnum og ungmennum að lifa lífinu“

Spyr hvers vegna þurfti að reka Verzlingana í burtu – „Kominn tími á að leyfa börnum og ungmennum að lifa lífinu“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Súlunesmálið: Bróðir Margrétar krefur hana um miskabætur

Súlunesmálið: Bróðir Margrétar krefur hana um miskabætur
Fréttir
Í gær

Kom íbúum í Hamraborg á óvart að sjá gröfur í garðinum – „Bæjarstjórinn er ekki að auka vinsældir sínar með þessu, alls ekki“

Kom íbúum í Hamraborg á óvart að sjá gröfur í garðinum – „Bæjarstjórinn er ekki að auka vinsældir sínar með þessu, alls ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ýtti óvart á „senda“ – Varð til þess að háleynileg og rándýr áætlun reyndist nauðsynleg

Ýtti óvart á „senda“ – Varð til þess að háleynileg og rándýr áætlun reyndist nauðsynleg