fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Rússar eru komnir með nýtt ofurvopn og Úkraínumenn fá það fljótlega

Ritstjórn DV
Mánudaginn 26. maí 2025 21:30

Rússneskir hermenn. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar hafa eignast nýtt vopn sem maður gæti einna helst haldið að hafi verið fengið úr vísindaskáldsögu. Þetta vopn gerir Úkraínumönnum lífið mjög leitt á vígvellinum. En Úkraínumenn eru líklega ekki langt frá að eignast samskonar vopn og það sama gildir um Kínverja.

Vopnið er eiginlega eins og tekið út úr tölvuleik sem snýst um dapra framtíðarsýn. Þetta er dróni sem flytur aðra dróna innanborðs og sleppir þeim síðan yfir vígvellinum eða varnarlínum óvinarins.

Að sögn úkraínskra hermanna láta Rússar þessa „móðurskipsdróna“ fljúga að varnarlínum þeirra þar sem þeir sleppa litlu drónunum sem er síðan stýrt með gervigreind. Það þarf því ekki eins mikil afskipti „flugstjóra“ sem stýrir drónanum úr stjórnstöð fjarri vígvellinum og með hefðbundna dróna.

Drónar hafa gjörbreytt stríðsrekstrinum og stækkað það svæði sem er hættulegt að vera á. Áður var talið að hættusvæðið næði 5-8 kílómetra frá fremstu víglínu en nú telja Úkraínumenn það ná 15 kílómetra frá víglínunni.

Úkraínumenn vinna að smíði „móðurskipsdróna“ og Kínverjar einnig. Það er því ljóst að slíkir drónar munu skipta miklu máli á vígvöllum í framtíðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin