fbpx
Miðvikudagur 28.maí 2025
Fréttir

Rottur á ferli í Grafarvogi – Hafa sést klifra upp veggi fjölbýlishúsa

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 26. maí 2025 11:30

Íbúar eru hvattir til að hafa augun opin og hurðir lokaðar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Töluvert hefur sést af rottum á ferli í Grafarvoginum undanfarið. Eru þetta rottur sem eiga uppruna sinn í Gufunesi en eru að flýja vegna framkvæmda.

Umræða um þetta hefur skapast á samfélagsmiðlahópi Grafarvogs. Það er að rottur hafi sést á kreiki, jafn vel að klifra upp veggi fjölbýlishúsa.

„Ég frétti hjá kunningja konu minni sem býr rétt hjá sjoppunni við Gufunesafleggjarann að það væri búið að veiða 4 rottur i þeirri gotu á fáum dögum. Meindýraeyðirinn sagði henni að vegna allra byggingaframkvæmdanna í Gufunesi þá væru þær farnar að leita sér að nýjum heimkynnum,“ segir upphafskona umræðunnar og varar fólk við þessu.

Það hafi meðal annars sést til einnar rottu klifra upp vegg þriggja hæða blokkar nálægt Rimaskóla. Ættu þeir sem búa hvað næst Gufunesinu að vera meðvitaðir um þetta, hafa augun opin og hurðir á heimilum sínum lokaðar.

„Þetta var heldur óskemmtileg reynsla að fá svona stórt kvikindi inn í hús til sín,“ segir hún.

Fleiri nefna að það hafi sést bæði rottur og mýs á ferli í hverfinu.

„Foreldrar mínir búa í Viðarrimanum og sáu rottu þar í síðustu viku. Þau létu Meindýraeyði Reykjavíkur vita,“ segir ein kona.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Hnífstunga á Húsavík – Einn með talsverða áverka

Hnífstunga á Húsavík – Einn með talsverða áverka
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sakar bæjarstjóra um að kasta íþróttafélögum fyrir rútuna til að bjarga andliti – „Ekki er það nú stórmannlega gert“

Sakar bæjarstjóra um að kasta íþróttafélögum fyrir rútuna til að bjarga andliti – „Ekki er það nú stórmannlega gert“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Helga Magnúsi boðinn flutningur í starfi – Embætti sem ekki hefur verið skipað frá 2010

Helga Magnúsi boðinn flutningur í starfi – Embætti sem ekki hefur verið skipað frá 2010
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Flugvél nauðlenti á Suðurlandsvegi í gærkvöldi

Flugvél nauðlenti á Suðurlandsvegi í gærkvöldi
Fréttir
Í gær

Halla lætur sérhagsmunaöflin finna fyrir því – Leigan fór úr 260 þúsund krónum í 430 þúsund

Halla lætur sérhagsmunaöflin finna fyrir því – Leigan fór úr 260 þúsund krónum í 430 þúsund
Fréttir
Í gær

Ásthildur snýr aftur í dag

Ásthildur snýr aftur í dag
Fréttir
Í gær

Börnin fá ekki að upplifa Ísland eins og hann fékk að gera – Orðið allt of dýrt að ferðast innanlands

Börnin fá ekki að upplifa Ísland eins og hann fékk að gera – Orðið allt of dýrt að ferðast innanlands
Fréttir
Í gær

Sindri undrast hörku yfirvalda í garð Oscars – „Þá er þetta bara skrýtið“

Sindri undrast hörku yfirvalda í garð Oscars – „Þá er þetta bara skrýtið“