Hjónin Valgeir Guðjónsson, tónlistarmaður, og Ásta Kristrún Ragnarsdóttir, leita nú að húsnæði til leigu í höfuðborginni. Hjónin hafa verið búsett á Eyrarbakka um nokkurt skeið.
„Nú þurfum við að færa okkur um set.
Elsku vinir, við höfum verið svo ljónheppin að hafa haft húsaskjól í Reykjavík á vinaverði síðustu tvö árin sem hefur gert gæfumuninn ekki síst að vetrarlagi en líka allan ársins hring. Nú er komið að sölu íbúðarinnar og tveggja ára leigusamningur rennur út í lok ljúlí.
Ef þið þekkið til einvers sem hefur íbúð og gæti hugsað sér að leigja okkur vegna „verkefna“ í borginni þá er það auðvitað gulls ígildi.
Netfangið okkar er bakkastofa@gmail.com og allar ábendingar eru vel þegnar.“
Ofangreint skrifar Ásta Kristrún í færslu á Facebook. Verkefnin sem hún vísar til eru stór, en nýlega greindu þau frá að illvígt eitlakrabbamein sem Valgeir greindist með hefur tekið sig upp á ný og með alvarlegri hætti. Áður hafði Valgeiri verið tjáð að eitlarnir væru orðnir hreinir af meininu.
Sjá einnig: Bakslag hjá Valgeiri Guðjónssyni – Fékk erfiðar fréttir á dögunum
Meðferð hjá honum er hafin, en Valgeir kom heim til sín síðastliðinn föstudag. Degi síðar steig hann á stokk í Eyrarbakkakirkju og hélt fyrirhugaða tónleika ásamt Kristrúnu Steingrímsdóttur og Joel Christopher Durksen.