fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Leita að húsnæði í höfuðborginni vegna veikinda Valgeirs

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 26. maí 2025 13:38

Valgeir Guðjónsson og Ásta Kristrún Ragnarsdóttir. Mynd/aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Valgeir Guðjónsson, tónlistarmaður, og Ásta Kristrún Ragnarsdóttir, leita nú að húsnæði til leigu í höfuðborginni. Hjónin hafa verið búsett á Eyrarbakka um nokkurt skeið. 

„Nú þurfum við að færa okkur um set.

Elsku vinir, við höfum verið svo ljónheppin að hafa haft húsaskjól í Reykjavík á vinaverði síðustu tvö árin sem hefur gert gæfumuninn ekki síst að vetrarlagi en líka allan ársins hring. Nú er komið að sölu íbúðarinnar og tveggja ára leigusamningur rennur út í lok ljúlí.

Ef þið þekkið til einvers sem hefur íbúð og gæti hugsað sér að leigja okkur  vegna „verkefna“ í borginni  þá er það auðvitað gulls ígildi.

Netfangið okkar er bakkastofa@gmail.com og allar ábendingar eru vel þegnar.“

Ofangreint skrifar Ásta Kristrún í færslu á Facebook. Verkefnin sem hún vísar til eru stór, en nýlega greindu þau frá að illvígt eitlakrabbamein sem Valgeir greindist með hefur tekið sig upp á ný og með alvarlegri hætti. Áður hafði Valgeiri verið tjáð að eitlarnir væru orðnir hreinir af meininu.

Sjá einnig: Bakslag hjá Valgeiri Guðjónssyni – Fékk erfiðar fréttir á dögunum

Meðferð hjá honum er hafin, en Valgeir kom heim til sín síðastliðinn föstudag. Degi síðar steig hann á stokk í Eyrarbakkakirkju og hélt fyrirhugaða tónleika ásamt Kristrúnu Steingrímsdóttur og Joel Christopher Durksen.

Tónleikar í Eyrarbakkakirkju á laugardag. Mynd: Facebook.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Gangstígur lagður alveg upp við Árskóga í óþökk íbúa – „Hafa aftur og aftur reynt að fá áheyrn“

Gangstígur lagður alveg upp við Árskóga í óþökk íbúa – „Hafa aftur og aftur reynt að fá áheyrn“
Fréttir
Í gær

Deila vegna sölu fáksins Dags frá Kjarnholtum fyrir dómstóla – Hörð orðarimma í hesthúsi í Víðidal

Deila vegna sölu fáksins Dags frá Kjarnholtum fyrir dómstóla – Hörð orðarimma í hesthúsi í Víðidal
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Foreldrar hennar voru myrtir – Eftir ræðuna í jarðarför þeirra varð hún efst á lista yfir grunaða

Foreldrar hennar voru myrtir – Eftir ræðuna í jarðarför þeirra varð hún efst á lista yfir grunaða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Magnað afrek hjá Karlottu Ósk – lauk 500+ kílómetra hlaupi fyrst íslenskra kvenna

Magnað afrek hjá Karlottu Ósk – lauk 500+ kílómetra hlaupi fyrst íslenskra kvenna