fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fréttir

Egill birtir mynd: „Það er bókstaflega verið að skítnýta hvern rúmmetra“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 26. maí 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Egill Helgason, fjölmiðlamaður og samfélagsrýnir, gerði þéttingu byggðar að umtalsefni í færslu á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. Færslan vakti töluverða athygli og miklar umræður um þá stefnu sem virðist ríkjandi hér á landi varðandi nýbyggingar.

„Ég er mjög hlynntur þéttingu byggðar, tel hana nauðsynlega – þó með þeim formerkjum að ekki sé gott að byggja hátt á Íslandi vegna lágrar sólarstöðu. Það sem sést á myndinni hér fyrir neðan held ég að hljóti að teljast fullmikið af því góða,“ sagði Egill og birti mynd af nýbyggingum í Ánanaustum og á Vesturgötu.

Egill benti á að það væri ekki einungis við borgarstjórnina í Reykjavík að sakast – hún leyfði þetta – því mjög svipað væri uppi á teningnum fyrir ofan Smáralindina í Kópavoginum.

„Það er bókstaflega verið að skítnýta hvern rúmmetra sem býðst til að selja hann – á kostnað þokka, þæginda, birtu og umhverfis. Varla pláss fyrir gangstéttir.“

Margir tóku undir með Agli, til dæmis Ólína Þorvarðardóttir fyrrverandi þingkona. „Þétting í þessum mæli þjónar ekki lífsgæðum og ekki fegurðarsjónarmiðum. Hún þjónar aðallega gróðasjónarmiðum,” sagði hún.

Aðrir tóku í svipaðan streng: „Þetta er afleiðing svonefnds verktakaræðis,“ sagði einn og annar sagði: „Þetta er of þétt. Fólk fer að byrja saman á milli íbúða. Svo fylgja þessum íbúðum engin bílastæði og fólk beðið að leggja hjá Bónus. Alveg snargalið dæmi. Myndi ekki vilja búa þarna”

Ekki eru þó allir á því að þetta sé óheillaþróun. Hallgrímur Helgason rithöfundur er einn af þeim. „I love it! Mun vandaðri hús, að sjá, en annarsstaðar. Frábær viðbót við Grandann. Skil ekki þessa skúrþörf í okkur Íslendingum.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Blöskrar áform um stækkun Þjóðleikhússins – „Sú ráðdeild sem þjóðin þarfnast?“

Blöskrar áform um stækkun Þjóðleikhússins – „Sú ráðdeild sem þjóðin þarfnast?“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Þóra hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu – „Fegin að snúa mér að einhverju öðru“

Þóra hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu – „Fegin að snúa mér að einhverju öðru“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ósáttur faðir barns í gámaskóla óttast um forgangsröðun bæjarins – „Enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á“

Ósáttur faðir barns í gámaskóla óttast um forgangsröðun bæjarins – „Enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“
Fréttir
Í gær

Flóttafólk sem stofnaði veitingastað í Keflavík verður fyrir árásum á netinu – „Þetta hefur mikil áhrif á okkur“

Flóttafólk sem stofnaði veitingastað í Keflavík verður fyrir árásum á netinu – „Þetta hefur mikil áhrif á okkur“
Fréttir
Í gær

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“
Fréttir
Í gær

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir
Fréttir
Í gær

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“