fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Egill birtir mynd: „Það er bókstaflega verið að skítnýta hvern rúmmetra“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 26. maí 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Egill Helgason, fjölmiðlamaður og samfélagsrýnir, gerði þéttingu byggðar að umtalsefni í færslu á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. Færslan vakti töluverða athygli og miklar umræður um þá stefnu sem virðist ríkjandi hér á landi varðandi nýbyggingar.

„Ég er mjög hlynntur þéttingu byggðar, tel hana nauðsynlega – þó með þeim formerkjum að ekki sé gott að byggja hátt á Íslandi vegna lágrar sólarstöðu. Það sem sést á myndinni hér fyrir neðan held ég að hljóti að teljast fullmikið af því góða,“ sagði Egill og birti mynd af nýbyggingum í Ánanaustum og á Vesturgötu.

Egill benti á að það væri ekki einungis við borgarstjórnina í Reykjavík að sakast – hún leyfði þetta – því mjög svipað væri uppi á teningnum fyrir ofan Smáralindina í Kópavoginum.

„Það er bókstaflega verið að skítnýta hvern rúmmetra sem býðst til að selja hann – á kostnað þokka, þæginda, birtu og umhverfis. Varla pláss fyrir gangstéttir.“

Margir tóku undir með Agli, til dæmis Ólína Þorvarðardóttir fyrrverandi þingkona. „Þétting í þessum mæli þjónar ekki lífsgæðum og ekki fegurðarsjónarmiðum. Hún þjónar aðallega gróðasjónarmiðum,” sagði hún.

Aðrir tóku í svipaðan streng: „Þetta er afleiðing svonefnds verktakaræðis,“ sagði einn og annar sagði: „Þetta er of þétt. Fólk fer að byrja saman á milli íbúða. Svo fylgja þessum íbúðum engin bílastæði og fólk beðið að leggja hjá Bónus. Alveg snargalið dæmi. Myndi ekki vilja búa þarna”

Ekki eru þó allir á því að þetta sé óheillaþróun. Hallgrímur Helgason rithöfundur er einn af þeim. „I love it! Mun vandaðri hús, að sjá, en annarsstaðar. Frábær viðbót við Grandann. Skil ekki þessa skúrþörf í okkur Íslendingum.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin