fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Íbúi á Skyggnisbraut áhyggjufullur: „Hún þorir ekki að fara ein af ótta við þessa menn“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 23. maí 2025 07:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúi á Skyggnisbraut í Úlfarsárdal er áhyggjufullur í kjölfar hnífstunguárásar sem átti sér stað í hverfinu á miðvikudag.

DV fjallaði ítarlega um málið á miðvikudag og í gær var svo greint frá því að meintur árásarmaður, karlmaður um fertugt, hefði verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Þolandinn er karlmaður á fimmtugsaldri en hann mun ekki vera lífshættulega slasaður þó hann hafi slasast alvarlega, eins og fram kom í frétt Vísis.

Mbl.is ræddi í gær við íbúa á Skyggnisbraut sem segir að sömu menn og komu við sögu í hnífstungunni haldi hverfinu í heljargreipum. Um sé að ræða hóp manna af arabískum uppruna og mun lögregla áður hafa haft afskipti af þeim.

„Lögregla hefur margoft komið hingað og haft afskipti,“ segir hann í samtali við mbl.is og bætir við að fyrir jól hafi maður með sveðju reynt að brjótast inn í sömu blokk.

„Þá hef­ur kona í þess­ari blokk þurft að láta mann­inn sinn fylgja sér niður í bíla­kjall­ara, þar sem hún þorir ekki að fara ein af ótta við þessa menn,“ segir hann og bætir við: „Þess­ir menn eru bara að áreita kon­ur hér.“

Myndbönd eru nú í dreifingu frá vettvangi árásarinnar en þar má sjá árásarmanninn munda stórt eggvopn. Íbúar í hverfinu eru margir slegnir eftir atvik málsins enda átti árásin sér stað um hábjartan dag úti á götu í barnmörgu hverfi.

Nánar er rætt við íbúann á vef mbl.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin