fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
Fréttir

Bretar vilja gelda alla nauðgara og barnaníðinga með lyfjum – Tilraunaverkefni hafið í 20 fangelsum

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 22. maí 2025 14:30

Mahmood vill gera efnavönun að skyldu fyrir kynferðisbrotamenn. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bresk yfirvöld íhuga nú að taka upp efnavönun gegn kynferðisbrotamönnum og barnaníðingum. Meðal annars til þess að takast á við við offjölgun í breskum fangelsum.

Breska blaðið The Daily Star greinir frá þessu.

Tilraunaverkefni er að hefjast í 20 fangelsum í Bretlandi þar sem kynferðisbrotamönnum verður boðin efnavönun. Það er að taka lyfið cyproterone til þess að lækka testósterónmagn líkamans niður í geldingarmörk.

Lyfið hefur verið notað í fleiri löndum Evrópu, svo sem í Svíþjóð, Danmörku, Frakklandi og Þýskalandi. Í öllum þessum löndum er meðferðin valkvæð en í nokkrum fylkjum Bandaríkjanna hefur hún verið skylda.

Með þessari meðferð eigi að draga úr kynhvöt slíkra brotamanna og minnka áhættuna á því að þeir brjóti af sér aftur.

Vilji ráðherrans

Shabana Mahmood, dómsmálaráðherra, er einnig sögð viljug til þess að ganga lengra með málið. Það er að gera efnavönun hluta af refsingu allra kynferðisbrotamanna, nauðgara og barnaníðinga.

„Í of langan tíma höfum við horft fram hjá hættunni sem stafar af kynferðisbrotamönnum og höfum talið lausnirnar of erfiðar eða ógerlegar. Shabana er ekki smeyk við að gera það sem þarf til þess að vernda almenning,“ sagði heimildarmaður Daily Star innan ráðuneytisins.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vínelskur og auralaus þjófur fór ítrekað út að borða

Vínelskur og auralaus þjófur fór ítrekað út að borða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotamaður dæmdur fyrir að stela lyfjum og seðlum úr apóteki

Síbrotamaður dæmdur fyrir að stela lyfjum og seðlum úr apóteki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

HMS hefur greint hvers vegna nýjar íbúðir seljast illa – „Þær eru dýrar“

HMS hefur greint hvers vegna nýjar íbúðir seljast illa – „Þær eru dýrar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eva Sóley: „Þegar einstaklingur fær stimpilinn „glæpamaður“ er erfitt að losna við hann“

Eva Sóley: „Þegar einstaklingur fær stimpilinn „glæpamaður“ er erfitt að losna við hann“