fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
Fréttir

Trump er brjálaður út í fjölmiðilinn – „Ég aðvara þessa „drullusokka“ aftur“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 20. maí 2025 09:00

Trump er ósáttur við ABC News.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég aðvara þessa „drullusokka“ aftur,“ sagði Donald Trump á sunnudagskvöldið þegar hann hellti sér yfir einn af bandarísku fjölmiðlunum út af ákveðnu atriði.

Fjölmiðillinn sem um ræðir, ABC News, sagði að sögn Trump að það sé hann persónulega sem fái 400 milljón dollara flugvél að gjöf frá Katar en ekki bandaríska ríkið.

Trump hefur alfarið vísað þessu á bug og segir að það séu bandaríski flugherinn og varnarmálaráðuneytið sem muni fá vélina að gjöf.

„Nú sé ég að þeir (ABC News, innsk. blaðamanns) eru byrjaðir aftur og ég aðvara þessa drullusokka aftur,“ skrifaði Trump á Truth Social.

Hann hélt síðan áfram og skrifaði: „Hið dásamlega land Katar, sem hefur ákveðið að fjárfesta fyrir rúmlega 1,4 billjarða dollar í Bandaríkjunum, á miklu betra skilið en villandi (falskar!) fréttir.“

Mikil umræða hefur verið um þessa fyrirhuguð flugvélagjöf en yfirvöld í Katar hyggjast gefa Bandaríkjunum Boeing 747-8 flugvél sem verði hægt að nota til af ferja forsetann á milli staða.

Gjöfin hefur vakið fjölda siðferðilegra spurninga sem og spurningar um öryggismál.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Pósturinn með góðan árangur í alþjóðlegu sjálfbærnisamstarfi

Pósturinn með góðan árangur í alþjóðlegu sjálfbærnisamstarfi
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

„Þarf íþróttahreyfingin virkilega að fórna ímynd sinni og forvarnarhlutverki fyrir skammtímafjárhagslegan ávinning?“

„Þarf íþróttahreyfingin virkilega að fórna ímynd sinni og forvarnarhlutverki fyrir skammtímafjárhagslegan ávinning?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Beina til eigenda að gæta að gæludýrunum í góða veðrinu

Beina til eigenda að gæta að gæludýrunum í góða veðrinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Byggði kastala til að vinna hjarta Ástu – „Það þurfti eitthvað alveg extra til að loka þessum ástarsamningi“

Byggði kastala til að vinna hjarta Ástu – „Það þurfti eitthvað alveg extra til að loka þessum ástarsamningi“