Fjölmiðillinn sem um ræðir, ABC News, sagði að sögn Trump að það sé hann persónulega sem fái 400 milljón dollara flugvél að gjöf frá Katar en ekki bandaríska ríkið.
Trump hefur alfarið vísað þessu á bug og segir að það séu bandaríski flugherinn og varnarmálaráðuneytið sem muni fá vélina að gjöf.
„Nú sé ég að þeir (ABC News, innsk. blaðamanns) eru byrjaðir aftur og ég aðvara þessa drullusokka aftur,“ skrifaði Trump á Truth Social.
Hann hélt síðan áfram og skrifaði: „Hið dásamlega land Katar, sem hefur ákveðið að fjárfesta fyrir rúmlega 1,4 billjarða dollar í Bandaríkjunum, á miklu betra skilið en villandi (falskar!) fréttir.“
Mikil umræða hefur verið um þessa fyrirhuguð flugvélagjöf en yfirvöld í Katar hyggjast gefa Bandaríkjunum Boeing 747-8 flugvél sem verði hægt að nota til af ferja forsetann á milli staða.
Gjöfin hefur vakið fjölda siðferðilegra spurninga sem og spurningar um öryggismál.