fbpx
Miðvikudagur 21.maí 2025
Fréttir

Erkiengill vill umbreyta hörmungarhúsi í miðbænum

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 20. maí 2025 19:30

Mynd: Fréttablaðið/Valli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eigandi lóða við Óðinsgötu 14a og 14b í miðbæ Reykjavíkur sótti um leyfi til að sameina lóðirnar og leyfi til breytinga innan og utanhúss í húsunum tveimur sem á lóðunum eru. 

Erindið var fyrst lagt fram í janúar, þar sem lagt var til að tillaga að uppbyggingu yrði endurskoðuð og þá afgreitt á þann veg að umsögn Minjastofnunar þyrfti að fylgja. 

Vill gera 2 íbúðir að 12

Erindið var lagt fram að nýju á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa í síðustu viku: 

„Óskað er eftir að sameina lóðirnar að Óðinsgötu 14a og 14b, samhliða því að gera upp bæði húsin á lóðinni og fjölga íbúðum úr 2 í 12. Eftir breytingar verða þannig 5 íbúðir í bakhúsi og 7 í framhúsi. Gert er ráð fyrir að grafa frá íbúðum í kjallara bakhúss, setja svalir fyrir íbúðir á 2. hæð og reisa viðbyggingu með þaksvölum fyrir íbúð á 3. hæð. Einnig verða settar svalir á íbúðir framhúss, byggð viðbygging í kjallara þess fyrir hjólageymslu ásamt kvistum á þakhæð. Einnig er ráðgert að reisa hjólageymslu á lóð.“ 

Í dag er ein íbúð í hvoru húsi, en eins og áður segir stefnt að því að stækka húsið að 14a um 62,7 fm og þar verði 7 íbúðir. Og stækka húsið að 14b um 55,1 fm og þar verði 5 íbúðir.

Ekki er samþykkt að sameina lóðirnar, en bent á að hægt væri að þinglýsa kvöð um samnýtingu lóðanna. 

Minjastofnun gerir ekki athugasemdir við breytingu á framhúsinu, Óðinsgötu 14a, en óskar eftir sérteikningum til samþykktar hvað varðar útfærslu og frágang kvista og glugga áður en framkvæmdir hefjist.  Minjastofnun gerir einnig athugasemd hvað varðar umgang frágraftrar frá kjallarahlið bakhússins og fellst skipulagsfulltrúi á þau sjónarmið. Skipulagsfulltrúi fellst ekki á séríbúðir í kjallara bakhúss sökum ófullnægjandi birtuskilyrða. Að beiðni Minjastofnunar skal fenginn fornleifafræðingur til að hafa eftirlit með minjum sem kunni að koma í ljós við framkvæmdir.

Sár í götumyndinni sem nágrannar skammast sín fyrir

Húsin hafa í nokkur ár verið sár í gróinni götumynd Óðinsgötu. Á forsíðu Fréttablaðsins 15. júní 2022 var ljósmynd tekin innan úr öðru þeirra en þá höfðu húsin vreið umsjónarlaus í fjögur ár. Sögðu íbúar við götuna þau í svo mikilliði niðurníðslu að þeir skömmuðust sín fyrir að búa nálægt þeim. Hústökufólk hafði búið þar um hríð, en í húsinu kviknaði 21. Apríl 2018 eftir að fartölva ofhitnaði. Lögregla hafði ítrekað farið í húsið til að reka hústökufólk út, og beint því til þáverandi eiganda hússins, Sturla Sighvatssonar, að loka því, sem hann gerði, en hústökufólk braut sér leið inn aftur.

Eigandi húsanna í dag er fyrirtækið Erkiengill ehf., sem keypti húsin í slæmu ástandi á nauðungarsölu í ágúst 2021 og var sölunni þinglýst 1. mars 2022. Húsin héldu þó áfram að drabbast niður og sætti fyrirtækið háum dagsektum frá borginni fyrir. Voru þær lagðar á samkvæmt frétt Fréttablaðsins frá 1. júní 2022 og námu um 100 þúsund krónum á dag.

Eigandi Erkiengils ehf. er Gabríel Þór Bjarnason. Félagið á fyrirtækið H121 ehf. sem vorið 2024 keypti JL-húsið húsið fyrir rúmlega einn og hálfan milljarð. Gabríel Þór keypti hlut Íslandsbanka, hlut Skúla Gunnars Sigfússonar sem kenndur er við Subway og hluta hússins sem var í eigu Myndlistarskóla Reykjavíkur. Endurbætur á húsinu stóðu lengi yfir áður en húsið varð að móttöku Vinnumálastofnunar fyrir hátt í 400 umsækjendur um alþjóðlega vernd. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Þekktar systur andmæla Airbnb-frumvarpi Hönnu Katrínar

Þekktar systur andmæla Airbnb-frumvarpi Hönnu Katrínar
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Háskóli Íslands tekur í notkun Avia kennslukerfið frá Akademias

Háskóli Íslands tekur í notkun Avia kennslukerfið frá Akademias
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Pósturinn með góðan árangur í alþjóðlegu sjálfbærnisamstarfi

Pósturinn með góðan árangur í alþjóðlegu sjálfbærnisamstarfi
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

„Þarf íþróttahreyfingin virkilega að fórna ímynd sinni og forvarnarhlutverki fyrir skammtímafjárhagslegan ávinning?“

„Þarf íþróttahreyfingin virkilega að fórna ímynd sinni og forvarnarhlutverki fyrir skammtímafjárhagslegan ávinning?“
Fréttir
Í gær

Vill að HÍ veiti bandarískum fræðimönnum skjól

Vill að HÍ veiti bandarískum fræðimönnum skjól
Fréttir
Í gær

Nara Walker um fangelsisvistina á Íslandi eftir að hún beit tungu eiginmannsins í sundur – „Allt í einu var lögreglan komin og ég var í losti“

Nara Walker um fangelsisvistina á Íslandi eftir að hún beit tungu eiginmannsins í sundur – „Allt í einu var lögreglan komin og ég var í losti“