fbpx
Miðvikudagur 21.maí 2025
Fréttir

Elínborg er kvíðin: „Sonur minn er talinn hættulegur sjálfum sér og öðrum“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 20. maí 2025 18:00

Elínborg Björnsdóttir. Mynd/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég myndi telja að brotið sé gegn svona veikum einstakling, sem fær ekki viðeigandi endurhæfingu né viðeigandi úrræði hjá hinu opinbera. Ég tel að verið sé að fremja mannréttindabrot gagnvart þessum einstaklingum.“

Þetta segir Elínborg Björnsdóttir, móðir manns sem er með alvarlegan geðrofssjúkdóm, í aðsendri grein sem birtist á vef Vísis í dag.

Sonur Elínborgar greindist með sjúkdóminn rétt fyrir tvítugt og segir hún í grein sinni að hann sé talinn hættulegur sjálfum sér og öðrum. Hann er búsettur í úrræði á vegum Reykjavíkurborgar þar sem hann er í umsjón starfsfólks allan sólarhringinn. „Þó hann sé í þessu úrræði þá getur klárlega allt gerst þegar hann er geðrofi,” segir hún.

Býr við þann veruleika að allt getur gerst

„Ég er mjög kvíðin því ég bý við þann veruleika allt getur gerst. Ég gæti misst drenginn minn í fangelsi þar sem engin úrræði eru fyrir fanga með alvarlega geðsjúkdóma. Þeir fá litla þjónustu,” segir hún.

Elínborg rifjar upp að þegar sonur hennar greindist með sjúkdóminn hafi hún upplifað mikla sorg.

„Ég hef í raun syrgt son minn lengi, því þessi sjúkdómur kemur í veg fyrir að hann geti lifað eðlilegu lífi. Það eru litlar sem engar líkur á að hann muni eignast fjölskyldu í framtíðinni og hann mun aldrei geta haldið vinnu. Hann þarf virkilega mikla aðstoð í lífinu og þarf á endurhæfingu að halda. Þó hann búi í úrræði þar sem er starfsfólk allan sólarhringinn þá er honum frjálst að fara hvert sem er, hvenær sem er, því hann hefur sjálfræði. Hann hefur svo sannarlega ekki haft sjálfræði allan tímann frá því hann veiktist. Og stundum skil ég hreinlega ekki að maður með svona alvarlegan geðrofssjúkdóm og talinn hættulegur sjálfum sér og öðrum sé með sjálfræði.“

Dýrt fyrir ríkið að gera ekkert

Elínborg, sem sagði sögu sína í einlægu viðtali við DV í fyrrasumar, er öryrki og ófær um að hugsa um son sinn. Hún bætir við að engin manneskja geti hjálpað honum ef eitthvað gerist, hvað þá eitthvað verulega slæmt.

Hún segir að heilbrigðiskerfið sé ekki nógu sterkt til að grípa hana og því síður son hennar.

„En það er líka mjög dýrt fyrir ríkið að gera ekki neitt. Það er deginum ljósara að miðað við þann fjölda einstaklinga sem búa ekki í viðeigandi úrræði, jafnvel á heimili foreldra sinna eða hjá öðrum ættingjum, þar sem eru jafnvel yngri systkini á heimilinu, að getur haft miklar afleiðingar ef eitthvað gerist og margir verða fyrir skaða,“ segir Elínborg sem endar grein sína á ákalli.

„Ég myndi telja að brotið sé gegn svona veikum einstakling, sem fær ekki viðeigandi endurhæfingu né viðeigandi úrræði hjá hinu opinbera. Ég tel að verið sé að fremja mannréttindabrot gagnvart þessum einstaklingum. Það eru svo margir einstaklingar með þennan vanda, einstaklingar sem geta valdið svo miklum skaða, að ég tel það vera mannréttindabrot gagnvart þessum einstaklingum og fjölskyldum þeirra, að veita þeim ekki viðeigandi meðferð og búsetuúrræði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

„Þarf íþróttahreyfingin virkilega að fórna ímynd sinni og forvarnarhlutverki fyrir skammtímafjárhagslegan ávinning?“

„Þarf íþróttahreyfingin virkilega að fórna ímynd sinni og forvarnarhlutverki fyrir skammtímafjárhagslegan ávinning?“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Trump er brjálaður út í fjölmiðilinn – „Ég aðvara þessa „drullusokka“ aftur“

Trump er brjálaður út í fjölmiðilinn – „Ég aðvara þessa „drullusokka“ aftur“
Fréttir
Í gær

Forsætisráðherra Spánar vill láta reka Ísrael úr Eurovision – „Við getum ekki sýnt þennan tvískinnungshátt“

Forsætisráðherra Spánar vill láta reka Ísrael úr Eurovision – „Við getum ekki sýnt þennan tvískinnungshátt“
Fréttir
Í gær

„Sé ég mig knúinn til að svara fyrir síendurteknar ásakanir, rógburð og yfirgang körfuboltaþjálfarans Brynjars Karls Sigurðssonar“

„Sé ég mig knúinn til að svara fyrir síendurteknar ásakanir, rógburð og yfirgang körfuboltaþjálfarans Brynjars Karls Sigurðssonar“