fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Fréttir

Ein manneskja lét lífið í sprengingu í íbúðarhúsnæði á Tenerife

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 20. maí 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil sprenging varð í húsi í bænum La Laguna á Tenerife um kl. 23 í gærkvöld. Sprengingin olli miklum eldi í viðkomandi húsi og brak úr húsinu flaug út á götu.

Er slökkvilið kom á vettvang reyndist ógjörningur að komast inn í húsið vegna elds og reyks.

Orsakir sprengingarinnar eru ókunnar en unnið er að rannsókn málsins. Ein manneskja lést í sprengingunni en ekki hefur verið gefið upp hver það er.

Svæðið í kringum húsið hefur verið afgirt og hættuástandi aflýst.

Nánar er fjallað um málið á Canarian Weekly og þar má sjá myndband af eldsvoðanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt