fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Fréttir

Trump vill bæta við 20.000 lögreglumönnum til að flytja fólk úr landi

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 14. maí 2025 07:30

Fólk að reyna að komast yfir bandarísku landamærin við Mexíkó. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump hefur fyrirskipað heimvarnarráðuneytinu að bæta að minnsta kosti 20.000 lögreglumönnum við liðsafla sinn og eiga þessir nýju lögreglumenn að vinna við brottflutning ólöglegra innflytjenda úr landi.

BBC skýrir frá þessu og segir að Trump hafi undirritað forsetatilskipun um þetta á föstudaginn og sé hún hluti af aðgerðaáætlun stjórnar hans um að herða brottflutning ólöglegra innflytjenda úr landi.

Ekki kemur fram í tilskipun Trump í hvaða deild nýju lögreglumennirnir eiga að starfa  en sú deild sem sinnir brottvísunum ólöglegra innflytjenda er nú með 21.000 starfsmenn. Þar af sinna 6.100 fylgd með ólöglegum innflytjendum úr landi.

Trump hefur áður hvatt til þess að aðrar löggæslustofnanir leggi sitt af mörkum við brottvísanir og að þjóðvarðliðið taki einnig þátt í þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Lík fannst í sjónum á milli Engeyjar og Viðeyjar

Lík fannst í sjónum á milli Engeyjar og Viðeyjar
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ásgerður Jóna sár út í Ingu Sæland: „Í þriðja sam­tal­inu sagðist hún ekk­ert geta gert“

Ásgerður Jóna sár út í Ingu Sæland: „Í þriðja sam­tal­inu sagðist hún ekk­ert geta gert“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sigurbjörg er enn á götunni og engin lausn í sjónmáli

Sigurbjörg er enn á götunni og engin lausn í sjónmáli
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

HR sendi nemanda með prófkvíða í tvö sjúkrapróf sama daginn

HR sendi nemanda með prófkvíða í tvö sjúkrapróf sama daginn
Fréttir
Í gær

Kópavogsbær fer í hart gegn ríkinu – Minnihlutinn segist ekkert hafa fengið að vita um málið í rúmt ár

Kópavogsbær fer í hart gegn ríkinu – Minnihlutinn segist ekkert hafa fengið að vita um málið í rúmt ár
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla sökuð um ólöglegar aðgerðir í Vestmannaeyjum – Ætluðu að brjótast inn á heimili gamallar konu

Lögregla sökuð um ólöglegar aðgerðir í Vestmannaeyjum – Ætluðu að brjótast inn á heimili gamallar konu