BBC skýrir frá þessu og segir að Trump hafi undirritað forsetatilskipun um þetta á föstudaginn og sé hún hluti af aðgerðaáætlun stjórnar hans um að herða brottflutning ólöglegra innflytjenda úr landi.
Ekki kemur fram í tilskipun Trump í hvaða deild nýju lögreglumennirnir eiga að starfa en sú deild sem sinnir brottvísunum ólöglegra innflytjenda er nú með 21.000 starfsmenn. Þar af sinna 6.100 fylgd með ólöglegum innflytjendum úr landi.
Trump hefur áður hvatt til þess að aðrar löggæslustofnanir leggi sitt af mörkum við brottvísanir og að þjóðvarðliðið taki einnig þátt í þeim.