fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Fréttir

Verðlag á matvöru heldur áfram að hækka – Innlend dagvara hækkar hraðar en erlend

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 13. maí 2025 09:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verðlag á matvöru hækkar um meira en hálft prósent þriðja mánuðinn í röð samkvæmt mælingum Verðlagseftirlits ASÍ, en verðlag á dagvöru hækkaði um 0,61% milli mars og apríl. Að sögn Verðlagseftirlitsins má rekja áhrifin að mestu til tveggja þátta. Annars vegar hækkun á verðlagi innlendra vörumerkja sem frá áramótum hafa hækkað mun hærra en verðlag erlendra vörumerkja og hins vegar má rekja þetta til slaknandi verðaðhalds hjá Nettó og Kjörbúðinni sem frá miðju síðasta ári höfðu haldið aftur af verðhækkunum en hafa gefið eftir frá áramótum.


Verðlækkunin í fyrra hjá Nettó og Kjörbúðinni vegur á móti miklum hækkunum í byrjun árs og því er árshækkun hjá þessum tveimur keðjum í lægri kantinum. Sú verslun sem hækkar mest á milli ára, þar sem verðlag hækkaði um 11% milli janúar og apríl, er Iceland sem hefur tekið fram úr 10-11 sem dýrasta verslun landsins.

Hluta af hækkunum dagvöruvísitölunnar má rekja til verðbreytinga Kjörbúðarinnar. Verslunin merkti hluta af vörum sínum með grænum punkti síðasta sumar sem lækkaði þær í verði, að meðaltali um 9%, og áttu þessar vörur að vera á sambærilegu verði og í lágvöruverslunum. Undanfarna mánuði hefur verð á þessum vörum farið hækkandi að nýju en stærsta stökkið var í mars þegar verð hækkaði um 11%. Verð á öllum vörum hækkaði í Kjörbúðinni í apríl að meðaltali um 1,6%.

Verð á nautakjöti hefur hækkað hratt á árinu og margar vörur hækkað meira það sem af er ári en á átta mánuðunum þar á undan. Verð á Stjörnueggjum hækkaði um 9% í maí.

Verðlagseftirlitið segir að vísbendingar séu um að hækkunartakturinn í stærstu verslununum, Bónus og Krónunni, sé að róast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sveitarfélög úr sitt hvorum landshlutanum ræða sameiningu

Sveitarfélög úr sitt hvorum landshlutanum ræða sameiningu
Fréttir
Í gær

Ari segir stærri mál falin bak við kosninguna í dag – „Þessi breyting gæti kostað bæinn allt að 424 milljónum króna“

Ari segir stærri mál falin bak við kosninguna í dag – „Þessi breyting gæti kostað bæinn allt að 424 milljónum króna“
Fréttir
Í gær

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta
Fréttir
Í gær

Þingmenn Samfylkingar vilja ekki mæta í þátt Stefáns Einar – Hann telur Þórð Snæ vera að hefna sín

Þingmenn Samfylkingar vilja ekki mæta í þátt Stefáns Einar – Hann telur Þórð Snæ vera að hefna sín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ráðherra og þingmaður VG hjólar í meirihlutann í borginni – „Fyrirsláttur, meinbægni og mismunun“

Fyrrum ráðherra og þingmaður VG hjólar í meirihlutann í borginni – „Fyrirsláttur, meinbægni og mismunun“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir óánægju með auglýsingar SFS vera væl og þær hafi þvert á móti opnað augu almennings

Segir óánægju með auglýsingar SFS vera væl og þær hafi þvert á móti opnað augu almennings