fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Langmesta orkuöryggið á Íslandi

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 8. maí 2025 11:30

Ljósafossvirkjun. Rúmlega 70 prósent íslenskrar orku kemur frá vatnsaflsvirkjunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orkuöryggi er hvergi meira en á Íslandi. Ólíklegast er að hér verði rafmagnsleysi líkt og var á Íberíuskaga fyrir skemmstu.

Þetta kemur fram í greiningu sem unnin var af TRG Datacenters um raforkuöryggi. Tilefnið var hið mikla rafmagnsleysi á Spáni og í Portúgal þann 28. apríl síðastliðinn.

Hvert land fær einkunn byggða á ýmsum þáttum, svo sem hvaðan orkan kemur. Skipti meðal annars máli hversu stór hluti kemur frá vatnsaflsvirkjunum en þær eru taldar öruggari en aðrar.

Ísland er langefst á listanum yfir 79 lönd sem mæld voru. Fær landið einkunn upp á 82,93 en í öðru sæti kemur Noregur með 67,12.

Sjá einnig:

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal

Aðeins fjögur önnur lönd fá hærri einkunn en 50, það er Sviss, Svíþjóð, Nýja Sjáland og Brasilía. Þar á eftir koma Austurríki, Lettland, Frakkland og Ekvador.

„Greiningin sýnir að hrein orka og orkuöryggi fara hönd í hönd. Lönd með góða vatnsaflsvirkjanir sem innviði koma betur til baka,“ sagði talsmaður TRG Datacenters. „Þegar við skiptum yfir í fjölbreyttari orkugjafa eins og vindorku og sólarorku, og samtvinnum þá við geymslu og varaaflstöðvar þá gengur okkur betur að halda mikilvægum innviðum gangandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin