fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Gunnlaugur Claessen er látinn

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 6. maí 2025 07:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnlaugur Claessen, fyrrverandi hæstaréttardómari, er látinn. Hann lést þann 1. maí síðastliðinn og var á 79. aldursári. Greint er frá andláti hans í Morgunblaðinu í dag.

Gunnlaugur varð stúdent frá MR 1966 og lauk lögfræðiprófi við HÍ árið 1972. Hann stundaði svo framhaldsnám í kröfurétti við Oslóarháskóla veturinn 1972 til 1973 og varð héraðsdómslögmaður 1974 og hæstaréttarlögmaður árið 1980.

Hann var fyrstur manna skipaður ríkislögmaður árið 1984 og gegndi hann því embætti í 10 ár, eða þar til hann var skipaður dómari við Hæstarétt Íslands árið 1994. Hann gegndi því starfi til haustsins 2013 að hann lét af störfum sökum aldurs.

Gunnlaugur kom víða við í atvinnulífinu og sat í ýmsum stjórnum, til dæmis í stjórnum Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, Samtaka um vestræna samvinnu og þá var hann formaður Lögfræðingafélags Íslands um skeið. Þá átti hann sæti í réttarfarsnefnd og var formaður nefndar um dómarastörf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Kona sagði Jóni að það væri búið að hjálpa honum svo mikið – „Ég er ekki tilbúinn í að láta hafa mig að féþúfu mikið lengur“

Kona sagði Jóni að það væri búið að hjálpa honum svo mikið – „Ég er ekki tilbúinn í að láta hafa mig að féþúfu mikið lengur“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Bónus hefur afhent 500 nýfæddum börnum Barnabónus

Bónus hefur afhent 500 nýfæddum börnum Barnabónus
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sigmar um auglýsingar SFS – „Eitt fallegasta sjálfsmark sem hefur verið skorað á þessari öld“

Sigmar um auglýsingar SFS – „Eitt fallegasta sjálfsmark sem hefur verið skorað á þessari öld“
Fréttir
Í gær

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“
Fréttir
Í gær

Þórhallur segir risatónleika Lady Gaga í gær hafa verið einstaka upplifun – 2,1 milljónir áheyrenda

Þórhallur segir risatónleika Lady Gaga í gær hafa verið einstaka upplifun – 2,1 milljónir áheyrenda
Fréttir
Í gær

Segir andstyggileg skemmdarverk á bíl hans tengjast forræðisdeilu – „Ég get ekki séð þig, dóttir mín“

Segir andstyggileg skemmdarverk á bíl hans tengjast forræðisdeilu – „Ég get ekki séð þig, dóttir mín“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotakona heldur nágrönnum sínum í heljargreipum – Sögð hafa brotist inn í hverja einustu íbúð og geymslu í húsinu

Síbrotakona heldur nágrönnum sínum í heljargreipum – Sögð hafa brotist inn í hverja einustu íbúð og geymslu í húsinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla og sjúkralið kölluð á skemmtistað en fengu óvæntar móttökur

Lögregla og sjúkralið kölluð á skemmtistað en fengu óvæntar móttökur