fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 3. maí 2025 12:00

Sorphirðugjöldin hækka þrátt fyrir verri sorphirðu. Myndir/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bæjarstjórn í Orihuela liggur undir ámæli vegna þess að almennri hirðu er ekki sinnt. Rusl flæðir um götur, gróður er ekki klipptur og gatnaviðgerðum ekki sinnt. Mótmælt verður við ráðhúsið á mánudag.

Eins og sjá má á myndum er sorphirðu augljóslega ábótavant í Orihuela þessa dagana. Engu að síður hækka sorphirðugjöldin hjá íbúum ár frá ári og hafa aldrei verið hærri en núna. Það er 203 evrur á ári. Hafa sumir íbúar á svæðinu gripið til mótmæla á götum úti vegna sinnuleysi bæjarstjórnarinnar í Orihuela.

Boðað til mótmæla

Bent er á að tunnur séu allt of fáar og að þær séu allt of sjaldan tæmdar. Fólk verður að losa sig við ruslið og því flæðir það um götur. Þetta veldur því meðal annars að fólk með fötlun, svo sem fólk í hjólastólum, getur átt erfitt með að komast um.

Boðað hefur verið til mótmæla við ráðhús Orihuela Costa í Calle Picasso á Playa Flamenca á mánudag, 5. maí klukkan 16:30.

Áhyggjur af fasteignaverði

Á svæðinu er ein stærsta Íslendingabyggðin utan Íslands. Þúsundir Íslendinga annað hvort búa eða eiga fasteign á svæðinu. Hafa Íslendingar ekki farið varhluta af krísunni sem upp er komin.

„Öll þjónusta við okkur frá Orihuela, aumingjaskapur bæjarráðs Orihuela Costa og stjórnmálaafla í Orihuela borg, er til háborinnar skammar og okkur ekki bjóðandi,“ segir málshefjandi umræðunnar í Íslendingagrúbbu á samfélagsmiðlum. „Munum..að heiður bæjar okkar, Orihuela Costa, og forðun á verðfalli eigna okkar hér skiptir okkur öll máli.“

Afskrifaði bæinn

Annar bendir á að þetta hafi skipt hann máli þegar hann hafi verið að taka ákvörðun um búsetu.

„Ég var þarna á ferð um daginn að skoða hvar ég hefði áhuga á að búa og þetta svæði var tekið strax út af listanum út af þessum sóðaskap og það eru fleiri bæir sem eru ekki með þessi mál í góðu þannig að ég er ekki enn þá kominn með niðurstöðu um búsetu þarna úti,“ segir hann.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eyðilögðu langdrægar sprengjuflugvélar á rússneskum flugvelli

Eyðilögðu langdrægar sprengjuflugvélar á rússneskum flugvelli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Komu heim 9800 hárum ríkari – Svitabandið gegnir mikilvægu hlutverki – „Okkur leið eins og við værum svona Handmade Taska“

Komu heim 9800 hárum ríkari – Svitabandið gegnir mikilvægu hlutverki – „Okkur leið eins og við værum svona Handmade Taska“