fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Skatturinn skellti í lás á Kastrup

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 2. maí 2025 16:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregla og fulltrúi Ríkisskattstjóra innsigluðu veitingastaðinn Kastrup við Hverfisgötu upp úr hádegi í dag.

Samkvæmt heimildum DV mun ástæðan fyrir lokuninni vera vanskil á opinberum gjöldum. Ekki hefur verið krafist gjaldþrotaúrskurðar og mun staðurinn ekki standa frammi fyrir gjaldþroti samkvæmt heimildum.

DV hefur eftir gestum sem voru á staðnum við aðgerðirnar í dag að þeim þætti aðgerðirnar harkalegar. Fólki var vísað út og fékk ekki einu sinni tækifæri til að greiða fyrir veitingar. Þá þykir tímasetningin sérkennileg, um kl. 13:30 á föstudegi, tími þegar erfitt er að ná í embættisfólk til að bregðast við uppákomu sem þessari og finna lausn á málum.

Uppfært 19:07

Jón Mýrdal eigandi Kastrup hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna lokunarinnar og hún fer hér á eftir í heild sinni:

„Mig langar að biðja ykkur, kæru viðskiptavinir og vinir, afsökunar á því að þið sem áttuð bókað borð á Kastrup um helgina munuð koma að lokuðum dyrum. Mikið væri ég til í að taka á móti ykkur.

Veitingastaðurinn Kastrup gengur vel og ég skildi sem svo að ég hefði út daginn – og raunar helgina, til að klára samninga vegna skattaskuldar sem ég tek sannarlega ábyrgð á.

Kastrup er ekki gjaldþrota, en ég skulda skatta eftir erfiða hjalla undanfarin ár sem ég hélt loks að ég sæi fyrir endann á. En fulltrúar hins opinbera mættu á Kastrup uppúr hádegi í dag og innsigluðu staðinn vegna þeirrar skattaskuldar.

Að hið opinbera taki slíka ákvörðun á föstudagseftirmiðdegi er ekkert djók. Engar tilraunir mínar til að reyna að ná sambandi við embættismennina sem tóku ákvörðunina skilaði nokkrum árangri.

Eftir stendur að lögreglumenn skipuðu gestum að yfirgefa staðinn samstundis, án þess að þeir næðu að klára úr glösum eða gera upp reikninginn.

Það finnst mér ömurlegt og ég bið ykkur innilega afsökunar á því.

Ég stefni hins vegar á að semja um allt saman á mánudaginn, þegar hið opinbera opnar loks skrifstofurnar á ný.

Lifi Kastrup!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“