fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fréttir

Hrottaleg handrukkun: Þrír menn ákærðir fyrir frelsissviptingu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 2. maí 2025 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir frelsissviptingu og tilraun til ráns með því að hafa svipt mann frelsi, beitt hann ofbeldi og haft í hótunum við hann, í því skyni að ná af honum verðmætum.

Einn ákærðu hringdi í brotaþolann og mælti sér mót við hann fyrir utan heimili hans. Reyndi hann að koma honum inn í bíl en brotaþoli hörfaði frá og náðu hinir tveir mennirnir honum á hlaupum. Veittust þeir að honum með ofbeldi og spörkuðu í hann liggjandi. Einn mannanna sló hann með felgulykli. Í kjölfarið neyddu ákærðu brotaþolann inn í bílinn gegn vilja hans og óku af stað. Þeir voru skömmu síðar stöðvaðir af lögreglu.

Á meðan ökuferðinni stóð veittu þeir manninum ítrekuð hnefahögg auk þess að slá hann og stinga hann með felgulyklinum. Kröfðust þeir þess að hann greiddi þeim peninga innan mánaðar og hótuðu því að líf hans væri í hættu ef hann leitaði til lögreglunnar.

Hlaut brotaþolinn ýmsa áverka af árásinni. Fyrir hönd hans er þess krafist að mennirnir þrír greiði honum 1,5 milljónir króna í skaðabætur. Jafnframt krefst hann málskostnaðar að fjárhæð 750 þúsund krónur.

Málið var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þann 28. apríl síðastliðinn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
Fréttir
Í gær

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“
Fréttir
Í gær

Efling lætur Morgunblaðið heyra það – „Mikið óskaplega er þetta smámannleg fyrirsögn“

Efling lætur Morgunblaðið heyra það – „Mikið óskaplega er þetta smámannleg fyrirsögn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Palestínski fáninn verður leyfður í Eurovision höllinni en keppendur mega ekki lengur flagga regnbogafánanum

Palestínski fáninn verður leyfður í Eurovision höllinni en keppendur mega ekki lengur flagga regnbogafánanum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karl konungur um greininguna – „Ógnvekjandi reynsla að vera sagt að þú sért með krabbamein“

Karl konungur um greininguna – „Ógnvekjandi reynsla að vera sagt að þú sért með krabbamein“