fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Gráðugar konur táldraga rússneska hermenn nærri víglínunni

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 30. apríl 2025 03:12

Rússneskir hermenn í Úkraínu. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússlandsmegin við víglínurnar í Úkraínu láta hinar svokölluðu „svörtu ekkjur“ að sér kveða að sögn rússneskra fjölmiðla. Þetta eru gráðugar konur sem táldraga rússneska hermenn og giftast þeim í ákveðnum tilgangi.

Það var fasteignasalinn Marina Orlova sem ræddi þetta fyrst allra. Hún stundar fasteignasölu í Tomsk í Síberíu. Í hlaðvarpi um konur á fertugsaldri, sem kaupa sér fasteignir, kom hún inn á þetta mál

„Þetta er auðvelt. Þú finnur mann, sem tekur þátt í hinni sérstöku hernaðaraðgerð (það er það sem rússnesk stjórnvöld kalla innrásina, innsk. blaðamanns). Ef hann kemur ekki heim aftur, þá færðu 8 milljónir rúblna – 95.000 dollara – í bætur,“ sagði hún.

Þetta svarar til um 12,2 milljóna króna.

Orlova sagði að margar konur leggi leið sína að víglínunni til að finna hermann til að giftast. Þar er lífið hættulegt og mörg hundruð hermenn falla daglega.

Til að fá fleiri til að skrá sig í herinn hefur Vladímír Pútín hækkað bæturnar sem hermenn fá ef þeir særast og dánarbæturnar, sem eru greiddar til fjölskyldu hins látna. Það er þarna sem gráðugu konurnar koma til sögunnar.

IntelliNews skýrir frá þessu og segir að ummæli Orlova í hlaðvarpinu hafi náð eyrum þjóðernissinnaðra rússneskra bloggara og fjölmiðla í byrjun apríl

„Spurningin er hvort þessi fasteignasali frá Tomsk vilji taka á sig sameiginlega sök fyrir það svindl sem gerir að verkum að konur á fertugsaldri geta keypt fasteign,“ skrifaði bloggarinn Gaspariian.

Orlova hefur fengið að finna fyrir því eftir að hún sagði frá gráðugu konunum í hlaðvarpinu. Toronto Sun segir að hún hafi sent frá sér myndband þar sem hún biðst afsökunar á að hafa hugsanlega kveikt hugmynd hjá konum um hvernig þær geta orðið sér úti um peninga.

Áður hafði hún verið dæmd í 80 klukkustunda samfélagsþjónustu fyrir ummælin.

Rússneskir fjölmiðlar kalla konurnar „svartar ekkjur“ og segja eina markmið þeirra vera að finna hermenn sem þær geta táldregið og fengið til að giftast sér. Því næst þurfi hermaðurinn að deyja eins fljótt og unnt er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Skatturinn sagður hafa sýnt björgunarsveit of mikla hörku

Skatturinn sagður hafa sýnt björgunarsveit of mikla hörku
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þór gekk út þegar hann sá verðið – „Venjulegur kaffibolli 750 kall“

Þór gekk út þegar hann sá verðið – „Venjulegur kaffibolli 750 kall“
Fréttir
Í gær

Sót frá líkbrennslu gerir íbúum í nágrenni Fossvogskirkjugarðs lífið leitt

Sót frá líkbrennslu gerir íbúum í nágrenni Fossvogskirkjugarðs lífið leitt
Fréttir
Í gær

Tveir menn reyndu að brjótast inn í hraðbanka

Tveir menn reyndu að brjótast inn í hraðbanka