fbpx
Föstudagur 24.október 2025
Fréttir

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 29. apríl 2025 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega birti fréttin.is frétt þess efnis að níu hælisleitendur hefðu hópnauðgað 16 stúlku í Reykjavík um páskana. Fréttir nokkurra miðla um þennan fréttaflutning í gær leiddu í ljós að hvorki lögregla né neyðarmóttaka fyrir þolendur kynferðisbrota kannast við þetta mál.

Allt bendir til að fréttin hafi verið byggð á einu kommenti óþekktrar manneskju í umræðum á Facebook. Frosti Logason fer yfir þetta mál í þættinum Harmageddon. Hann fordæmir þennan fréttaflutning  hjá Fréttinni og kallar hann hættulega sorpblaðamennsku.

Frosti segir fráleitt að fara út með frásögn af þessu tagi án þess að sannreyna hana hjá lögreglu. Auk þess sé kommentið sem fréttin er byggð á fráleit og lygilegt, t.d. segir að hluti hinna meintu nauðgara sé frá Tyrklandi, en fáheyrt er að Tyrkir sæki um hæli á Íslandi.

„Nútíminn myndi aldrei birta svona,“ segir Frosti og bætir við að málið hafi komið inn á borð Nútímans, sem hann stýrir, en ekki hafi komið til greina að birta frásögnina.

Margrét Friðriksdóttir er ritstjóri Fréttarinnar og segist hún hafa byggt fréttina á umræddu kommenti. Hún segist standa við fréttina og hefur ekki tekið hana út.

Frosti segir að fréttaflutningur á þessu plani komi óorði á aðra litla fjölmiðla og fólki hætti til að spyrða þá saman. Einnig sé slíkur falsfréttaflutningur vatn á myllu þeirra sem fordæmi alla gagnrýni á fjölmenningu og óheftan innflutning fólks frá framandi menningarheimum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

María Sigrún ósátt við ummæli Dags: „Ég sé mig tilneydda til að bera hönd fyrir höfuð mér“

María Sigrún ósátt við ummæli Dags: „Ég sé mig tilneydda til að bera hönd fyrir höfuð mér“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Vínelskur og auralaus þjófur fór ítrekað út að borða

Vínelskur og auralaus þjófur fór ítrekað út að borða
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir foreldra Axels sem leita réttlætis fyrir son sinn – „Hafið gefur og hafið tekur…Dómskerfið gefur og dómskerfið tekur“

Safnað fyrir foreldra Axels sem leita réttlætis fyrir son sinn – „Hafið gefur og hafið tekur…Dómskerfið gefur og dómskerfið tekur“
Fréttir
Í gær

Eva Margrét opnar sig um dónaskapinn og baktalið síðan hún var kjörin í sveitarstjórn – „Ég var ekki vör við að ég ætti marga óvini fyrir vorið 2022“

Eva Margrét opnar sig um dónaskapinn og baktalið síðan hún var kjörin í sveitarstjórn – „Ég var ekki vör við að ég ætti marga óvini fyrir vorið 2022“
Fréttir
Í gær

Veitingamaðurinn og gjaldþrotakóngurinn Stefán dæmdur fyrir stórfelld skattsvik – Þarf að greiða 200,7 milljónir í sekt

Veitingamaðurinn og gjaldþrotakóngurinn Stefán dæmdur fyrir stórfelld skattsvik – Þarf að greiða 200,7 milljónir í sekt
Fréttir
Í gær

Guðrún um áfallið á Grundartanga – „Þarna munu tapast útflutningstekjur upp á tugi milljarða“

Guðrún um áfallið á Grundartanga – „Þarna munu tapast útflutningstekjur upp á tugi milljarða“