fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fréttir

Safnaði milljónum fyrir Geðhjálp á sextugsafmælinu sínu með tónleikum

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 24. apríl 2025 16:30

Mætti Skúli á skrifstofu Geðhjálpar í gær og færði Svövu Arnardóttur, formanni samtakanna og stjórnar styrktarsjóðsins, afrakstur framtaksins. Mynd/Geðhjálp

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingar í Reykjavík, hélt upp á sextugsafmælið sitt með tónleikum í Iðnó þann 10. apríl síðastliðinn. Söfnuðust 3,4 milljónir króna fyrir Geðhjálp.

Þetta kemur fram í tilkynningu samtakanna.

„Uppselt var á tónleikana og sóttu þá um 300 manns. Allur ágóði af tónleikahaldinu rann í Styrktarsjóð geðheilbrigðis auk þess sem safnað var framlögum frá bakhjörlum og fyrirtækjum. Niðurstaðan var sú að 3,4 milljónir króna söfnuðust í tengslum við framtakið,“ segir í tilkynningunni.

Á tónleikunum komu fram listamennirnir Mugison, GDRN, Ragga Gísla ásamt hljómsveit, Emmsjé Gauti, Inspector Spacetime og Ra:tio.

Mætti Skúli á skrifstofu Geðhjálpar í gær og færði Svövu Arnardóttur, formanni samtakanna og stjórnar styrktarsjóðsins, afrakstur framtaksins.

„Fjárhæðin mun nýtast til að styrkja verkefni einstaklinga, frjálsra félagasamtaka og stofnana sem tengjast eflingu geðheilbrigðis barna og ungmenna á Íslandi,“ segir í tilkynningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum
Syndis kaupir Ísskóga
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Í gær

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks
Fréttir
Í gær

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos