fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 23. apríl 2025 08:00

Vaalimaa landamærastöðin á landamærum Rússlands og Finnlands. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar eru að byggja nýtt hernaðarmannvirki við landamærin að Finnlandi. Markmiðið er að láta reyna á þolrif NATÓ.

Þetta segir Vesa Virtanen, sem er næstæðsti yfirmaður finnska hersins. Hann segist hafa áhyggjur af fyrirætlunum Rússa sem séu svar þeirra við ákvörðun Finna um að ganga í NATÓ.

Í samtali við Daily Mail sagði hann að Rússar hafi látið reyna á 5. grein NATÓ-sáttmálans lengi með því að senda flóttamenn að landamærum Rússlands og NATÓ-ríkja, með tölvuárásum, truflunum á GPS-sendingum og áróðri og lygum í netheimum.

Fimmta greinNATÓ-sáttmálans kveður á um að árás á eitt NATÓ-ríki jafngildi árás á þau öll og eru þau skuldbundin til að koma hvert öðru til aðstoðar.

Virtanen sagði að Rússland sé að láta reyna á hversu langt sé hægt að ganga án þess að fimmta greinin verði virkjuð. Nú síðast með því að byggja hernaðarmannvirki við finnsku landamærin og fjölga hermönnum þar.

Hann sagði að Finnar muni bregðast við þessu með að senda fleiri hermenn að landamærunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu