fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fréttir

Trumpistar komnir í stríð við sjálfsfróun – Vilja að fólk sendi skilríki

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 8. apríl 2025 10:30

Trumpistar vilja vakta einkalífið. Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Repúblíkanar í Texas vilja breyta lögum þannig að ólöglegt verður fyrir margar verslanir að selja kynlífsleikföng. Hafa þeir verið sakaðir um að heyja stríð gegn sjálfsfróun.

Blaðið The Daily Star greinir frá þessu.

Verði lögin samþykkt, sem ætla má að verði raunin, munu stórverslanir á borð við Target, Walmart og CVS ekki mega selja kynlífsleikföng lengur. En þetta eru á meðal stærstu og útbreiddustu verslana Bandaríkjanna og ætla má að það verði því mun erfiðara að nálgast slík tól en áður.

Samkvæmt frumvarpinu mega aðeins sérstakar verslanir, eins og kynlífstækjaverslanir og strípibúllur selja kynlífsleikföng.

Tepruskapur Texas búa er reyndar ekki nýr af nálinni. Árin 1973 til 2003 voru kynlífsleikföng beinlínis ólögleg í fylkinu. Árin 2003 til 2008 máttu Texas búar aðeins eiga fimm slík tæki í mesta lagi. Ekki fylgir sögunni hvernig þeim lögum var framfylgt.

Þetta er ekki eina frumvarpið sem stuðningsmenn Trump vilja setja gegn sjálfsfróun. Angela Paxton, öldunardeildarþingmaður frá títtnefndu Texas fylki, hefur lagt fram frumvarp sem gerir það ólöglegt á landsvísu fyrir netverslanir að selja kynlífsleikföng án aldursstaðfestingar.

Samkvæmt frumvarpinu yrði fólk að senda inn afrit af skilríkjum með ljósmynd af sér til þeirrar verslunar sem selur slík tæki. Aldur viðkomandi yrði svo að vera staðfestur af vottuðum þriðja aðila.

„Að þurfa skilríki til þess að kaupa kynlífsleikfang sendir þau skilaboð að unun sé eitthvað sem yfirvöld þurfi að fylgjast með og vakta,“ segir Shamyra Howard, kynlífsfræðingur og félagsráðgjafi, í frétt blaðsins Dallas Observer um málið. „Það sjúkdómsvæðir eitthvað sem er algjörlega eðlilegt og gerir heilbrigða einkahegðun að einhverju sem þurfi að skammast sín fyrir.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Syndis kaupir Ísskóga

Syndis kaupir Ísskóga
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Stefán Blackburn og Gabriel Douane í blóðugum slagsmálum á Litla-Hrauni – Fangaverðir treystu sér ekki til að stíga inn í átökin

Stefán Blackburn og Gabriel Douane í blóðugum slagsmálum á Litla-Hrauni – Fangaverðir treystu sér ekki til að stíga inn í átökin
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Börn á Egilsstöðum biðja um meiri ró – „Hvetja fólk til hæglætis og rólegheita“

Börn á Egilsstöðum biðja um meiri ró – „Hvetja fólk til hæglætis og rólegheita“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Diljá Mist skýtur á Flokk fólksins og segir lítið heyrast frá honum í þessu máli

Diljá Mist skýtur á Flokk fólksins og segir lítið heyrast frá honum í þessu máli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Læknar biðla til Borgnesinga – „Vinsamlegast ekki eyða læknatímanum ykkar í að ræða skipulag eða stjórnmál“

Læknar biðla til Borgnesinga – „Vinsamlegast ekki eyða læknatímanum ykkar í að ræða skipulag eða stjórnmál“