fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Trump ráðlagt að tala ekki við Pútín áður en samið verður um vopnahlé

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 8. apríl 2025 07:00

Pútín og Trump á göngu fyrir nokkrum árum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump hefur verið ráðlagt að tala ekki við Vladímír Pútín áður en Rússland fellst á algjört vopnahlé.

NBC News skýrir frá þessu og segir að fólk í innsta hring Trump hafi ráðlagt honum að ræða ekki símleiðis við Pútín áður en Pútín fellst á algjört vopnahlé í Úkraínu.

NBC News hefur þetta eftir tveimur ónafngreindum heimildarmönnum. Þeir sögðu að Trump geti að sjálfsögðu ákveðið að tala við Pútín en hafi verið ráðlagt að gera það ekki.

Skýrt var frá þessu eftir að bandarískir og rússneskir embættismenn funduðu í Hvíta húsinu í síðustu viku. Fulltrúi Rússa var Kirill Dmitryiev, forstjóri rússneska fjárfestingarsjóðsins RDIF, en fulltrúi Bandaríkjanna var Steve Witkoff, sem er sérstakur útsendari Trump í Miðausturlöndum. Witkoff hefur einnig tekið þátt í fundum varðandi málefni Úkraínu.

Dmitryiev fundaði einnig með bandarísku þingmönnunum Lindsey Graham og Marywayne Mullin. Var það gert að beiðni Trump. Var meðal annars rætt um skilyrðin fyrir því að binda enda á stríðið í Úkraínu og kröfur Pútíns varðandi vopnahlé.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu