fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Jökull er búinn að fá nóg af lausum köttum – „Og það versta er you coul’nt care less…“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 8. apríl 2025 11:30

Ógeltir fresskettir merka sér svæði og veiða fugla.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Jökull Jörgensen er búinn að fá nóg af lausum köttum sem drepa smáfugla í gamla bænum í Hafnarfirði. Einnig þarf hann að þrífa skítahrúgur úr garðinum hjá sér áður en barnabörnin koma í heimsókn.

„Kæru kattaeigendur. Verið þið ábyrg hvað varðar dýrahald ykkar, setjið í það minnsta bjöllu á dýrið,“ segir Jökull, sem titlar sig sem kúasmala, tónlistarmann og dýravin, í aðsendri grein á Vísi í dag. Er honum einkum umhugað um fuglalífið í gamla bænum í Hafnarfirði þar sem hann býr.

Trufla tilhugalífið

„Ég er íbúi í gamla hluta Hafnarfjarðar. Bý þar í vinalegu fallegu húsi. Í garðinum og í nálægum görðum trjóna stór og virðuleg greni og barrtré. Þessir öldungar veita skógar- og svartþröstum skjól, þeir eru þeirra heimili,“ segir Jökull í greininni. „Ég er mikill fuglavinur og gef þessum vinum mínum kjarnafóður yfir harðasta tíma vetrarins. Ég ber óblandna virðingu fyrir þessum fuglum sem standa af sér harðindi hins Íslenska vetrar svo með ólíkindum sætir. Svo syngja þeir sitt fagnaðar erindi um leið og sólin skáskýtur geislum sínum stundarbrot hér og þar um garðinn.“

Vorin eru tími tilhugalífsins hjá fuglunum og við tekur hreiðurgerð sem er mikil verkfræðivinna. Á þessum tíma segist Jökull alltaf verða órólegur fyrir hönd hinna fiðruðu vina sinna.

„Þarf að horfa upp á stríalda heimilisketti sitja um fuglana hvar sem þeir reyna að ná sér í korn,“ segir hann. „Svartþrösturinn er varðfugl í eðli sínu og heyra má karlfuglinn tísta hvellt ef skuggaldur læðist um í grasinu. Þetta eru kettir sem koma og fara eins og þeim sýnist og skulda engum reikningsskil nema sjálfum sér.“

Merkja svæði

Jökull bendir á að kettirnir séu ekki að veiða sökum hungurs. Samt klifri þeir upp í trén og reyti ungana úr trjánum, drepi þá og skilji hræin eftir tvist og bast.

Margir þessara katta eru ómerktir og bjöllulausir. Fresskettirnir merkja sín yfirráðasvæði með lykt. Væru þeir geltir myndi veiðieðlið dvína og þörfin til að tileinka sér yfirráðasvæði minnka.

„Best væri ef kettir væru lokaðir inni eins og hundar svona rétt yfir hávarptímann,“ segir Jökull.

Skítahrúgur

Að lokum nefnir hann einnig saurinn sem kettirnir skilja eftir í görðum. Það lendi á honum að tína þetta upp.

„Þetta breytir því hins vegar ekki að ég þarf á hverjum degi að þrífa átta til tíu skítahrúgur úr beðum og grasi svo barnabörnin komi ekki inn með þetta á höndum og fótum. Það þarf ég að gera svo ykkar kettir geti valsað um frjálsir,“ segir Jökull. „Og það versta er you coul’nt care less…“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin