fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Garðabær ætlar að lækka hámarkshraða á 34 vegarköflum – Gera ráð fyrir 300 milljón króna sparnaði á ári

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 8. apríl 2025 16:30

Alls er um 34 vegarkafla að ræða. Mynd/Garðabær

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Garðabær hyggst lækka hámarkshraða á alls 34 vegarköflum í sveitarfélaginu. Er þar með fylgt fordæmi Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og Kópavogs sem hafa þegar lækkað hámarkshraða víða.

Á fundi bæjarráðs í dag var verkfræðiskýrsla um lækkun leyfilegs hámarkshraða kynnt og umhverfissviði falið að gera tillögur að lækkun í Garðabæ með vísan í niðurstöður skýrslunnar.

Tilgangurinn er einkum að ná fram fækkun slysa, sérstaklega á óvörðum og yngri vegfarendum. Það sé mat ráðgjafa að ávinningurinn sem felst í auknu umferðaröryggi sé mikilvægari en sú staðreynd að aksturstími geti aukist.

Sjá einnig:

Fylgja fordæmi Reykjavíkur og lækka hraða víða – Samspil merkja og hraðahindrana best

Alls er um 34 vegarkafla sem sveitarfélagið rekur, ekki Vegagerðin. Algengt er að hámarkshraði verði lækkaður úr 50 km/klst í 40, eins og gert hefur verið í nágrannasveitarfélögum. En einnig er um annars konar lækkanir, svo sem úr 30 km/klst í 15 og úr 70 km/klst í 50.

Í skýrslunni kemur fram að 40 slys hafi orðið á umræddum vegarköflum. Samfélagslegt tjón þeirra er metið um 620 milljónir króna á ári. Gert er ráð fyrir að hægt yrði að fækka slysum niður í 23 á sama tímabili, eða um tæplega 5 á ári. Sparnaðurinn sé 300 milljón krónur á ári.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin