fbpx
Laugardagur 25.október 2025
Fréttir

Trump útilokar ekki beitingu hervalds til að ná yfirráðum yfir Grænlandi

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 3. apríl 2025 07:00

Hvað gerir Trump í þessu máli?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

J.D. Vance, varaforseti Bandaríkjanna, heimsótti bandaríska herstöð á Grænlandi í síðustu viku og var harðorður í garð Dana og sagði þá ekki hafa staði sig vel hvað varðar varnir Grænlands. Hann „gleymdi“ hins vegar að minnast á að Bandaríkin eru með herstöð á Grænlandi. Þar eru nú um 200 hermenn en voru áður um 10.000 í 17 herstöðvum.

Áður hafði Vance sagt að það væri Grænlendinga að ákveða hvort þeir vilja halda áfram að vera í ríkjasambandi við Dani eða komast undir bandaríska stjórn.

En yfirmaður hans, Donald Trump forseti, skvetti olíu á bálið þegar hann ræddi við NBC News á laugardaginn. „Við fáum Grænland. Já, það er 100% öruggt. Það eru góðar líkur á að við getum gert það án þess að beita hervaldi en ég útiloka ekki neitt,“ sagði hann þá.

Hann sagðist hafa átt í viðræðum um að Bandaríkin taki við yfirráðum yfir Grænlandi en gat þess ekki við hvern hann hefði rætt.

Þegar hann var spurður hvaða skilaboð það sendi til Rússlands og heimsbyggðarinnar allrar ef Bandaríkin taka Grænland yfir, svaraði Trump: „Ég hugsa ekki um það. Mér er eiginlega alveg sama. Grænland er sérstakt efni, allt öðruvísi. Það er friður á heimsvísu sem er undir. Þetta snýst um alþjóðlegt öryggi og styrk. Skip sigla stöðugt með fram ströndum Grænlands. Skip frá Rússland, Kína og mörgum öðrum löndum. Þetta viljum við ekki láta viðgangast, að það gerist hlutir sem geta verið skaðlegir fyrir heiminn eða Bandaríkin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landsréttur dæmir litháískan stjórnmálamann til skilorðsbundinnar fangelsisvistar – Í slagtogi við þekktan síbrotamann

Landsréttur dæmir litháískan stjórnmálamann til skilorðsbundinnar fangelsisvistar – Í slagtogi við þekktan síbrotamann
Fréttir
Í gær

María Sigrún ósátt við ummæli Dags: „Ég sé mig tilneydda til að bera hönd fyrir höfuð mér“

María Sigrún ósátt við ummæli Dags: „Ég sé mig tilneydda til að bera hönd fyrir höfuð mér“
Fréttir
Í gær

HMS hefur greint hvers vegna nýjar íbúðir seljast illa – „Þær eru dýrar“

HMS hefur greint hvers vegna nýjar íbúðir seljast illa – „Þær eru dýrar“
Fréttir
Í gær

Eva Sóley: „Þegar einstaklingur fær stimpilinn „glæpamaður“ er erfitt að losna við hann“

Eva Sóley: „Þegar einstaklingur fær stimpilinn „glæpamaður“ er erfitt að losna við hann“