fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Fréttir

Sauð upp úr á Strandgötu: Sakfelldur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á Akureyri

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 3. apríl 2025 14:30

Héraðsdómur Norðurlands eystra. Mynd: Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 14. mars var kveðinn upp dómur yfir manni, sem fæddur er árið 1996, í Héraðsdómi Norðurlands eystra.

Maðurinn var ákværður sérstaklega hættulega líkamsárás sem framin var aðfaranótt sunnudagsins 25. september árið 2022, við Strandgötu 3, Akureyri. Var hann sakaður um að hafa slegið mann með glerglasi í höfuðið með þeim afleiðingum að hann féll í jörðina, og í framhaldinu slegið hann þrisvar til fjórum sinnum í höfuðið, með þeim afleiðingum að brotaþoli hlaut 7 sm langan skurð á enni, brot upp úr jaxli vinstra megin og tönn í neðri gómi hægra megin brotnaði.

Ákærði mætti ekki fyrir dóm og var því kveðinn upp dómur að honum fjarstöddum. Var hann fundinn sekur um brotið og dæmdur í sex mánaða fangelsi.

Hann var jafnframt dæmdur til að greiða brotaþola 600 þúsund krónur í miskabætur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir umræðu um innviðaskuld ferðamanna á villigötum – „Óhætt að segja að sínum augum lítur hver á silfrið”

Segir umræðu um innviðaskuld ferðamanna á villigötum – „Óhætt að segja að sínum augum lítur hver á silfrið”
Fréttir
Í gær

Ástríðuverkefni Ingileifar í loftið – „Tileinkuð Ólöfu Töru heitinni, sem segir sína sögu“

Ástríðuverkefni Ingileifar í loftið – „Tileinkuð Ólöfu Töru heitinni, sem segir sína sögu“
Fréttir
Í gær

Tyrkneskur bæjarstjóri tekinn á ofsahraða á Suðurlandsvegi – Ákærður en yfirgaf landið án þess að ljúka málinu

Tyrkneskur bæjarstjóri tekinn á ofsahraða á Suðurlandsvegi – Ákærður en yfirgaf landið án þess að ljúka málinu
Fréttir
Í gær

Hin íslenska Stella er frægasti háhyrningur heims og Instagram stjarna

Hin íslenska Stella er frægasti háhyrningur heims og Instagram stjarna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósáttur við að Ellen hafi ekki fengið að vera með í Klassíkinni okkar – „Það er ekki eins og hún sé hætt að syngja“

Ósáttur við að Ellen hafi ekki fengið að vera með í Klassíkinni okkar – „Það er ekki eins og hún sé hætt að syngja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leit stendur yfir að 12 ára dreng við Ölfusborgir og nágrenni

Leit stendur yfir að 12 ára dreng við Ölfusborgir og nágrenni