fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Eldgos hafið – Sprungan komin í gegnum varnargarðinn við Grindavík

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 1. apríl 2025 09:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eldgos er hafið í Sundhnúksgígaröðinni, en eldgosið er sýnilegt í vefmyndavél RÚV sem sýnir frá Þorbirni.

Í tilkynningu Veðurstofu Íslands segir:

„Eldgos er hafið á Sundhnúksgígaröðinni norðan við Grindavík. Það sést á vefmyndavélum og virðist vera staðsett SA við Þorbjörn.
Þyrla Landhelgisgæslunnar fer í loftið innan skamms til þess að staðfesta nákvæma staðsetningu og stærð eldgossins. Nánari upplýsingar verða aðgengilegar fljótlega. Fluglitakóði hefur verið færður á rautt, þangað til nánari upplýsingar um öskudreifingu berast.“

Sprungan myndaðist nærri varnargörðunum við Grindavík en hélt svo áfram að lengjast og er nú komin í gegnum varnargarðinn norðan Grindavíkur. Veðurstofan segir að lengd kvikugangsins undir Sundhnúksgígaröðinni, sem þegar hefur myndast, sé um 11 km sem er það lengsta sem hefur mælst síðan 11. nóvember 2023. Miðað við vindátt núna mun gasmengun frá eldgosinu berast í norðaustur í átt að höfuðborgarsvæðinu.

Uppfært: 10:04 – Þyrla Landhelgisgæslunnar er komin í loftið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ljósi varpað á það sem gerðist í jólaboði Conan O‘Brien – Nokkrum tímum síðar átti harmleikurinn sér stað

Ljósi varpað á það sem gerðist í jólaboði Conan O‘Brien – Nokkrum tímum síðar átti harmleikurinn sér stað
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Súlunesmálið: Dómur er fallinn yfir Margréti Löf fyrir morð og stórfellda líkamsárás

Súlunesmálið: Dómur er fallinn yfir Margréti Löf fyrir morð og stórfellda líkamsárás
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

„Slæmt að sjá unga vinsæla tónlistarkonu nota reykingar sem sjálfsagðan hlut í sínu efni“

„Slæmt að sjá unga vinsæla tónlistarkonu nota reykingar sem sjálfsagðan hlut í sínu efni“
Fréttir
Í gær

Lögreglan neyddi Simon til að gefa falskan vitnisburð: „Þremur vélbyssum var miðað á höfuðið á mér“

Lögreglan neyddi Simon til að gefa falskan vitnisburð: „Þremur vélbyssum var miðað á höfuðið á mér“
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna með óvænta skoðun á styttingu atvinnuleysisbótatíma – „Nú verð ég sennilega drepin“

Sólveig Anna með óvænta skoðun á styttingu atvinnuleysisbótatíma – „Nú verð ég sennilega drepin“
Fréttir
Í gær

Líflegar umræður eftir að Stefán Máni sagði það pólitískan réttrúnað að segja „gleðilega hátíð“ – „Þetta er innflutt tuð“

Líflegar umræður eftir að Stefán Máni sagði það pólitískan réttrúnað að segja „gleðilega hátíð“ – „Þetta er innflutt tuð“