fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Fréttir

Könnun Icelandair – Mikill meirihluti hefur áhyggjur af gervigreind í ferðaþjónustu

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 31. mars 2025 18:30

Icelandair lét gera könnunina. Mynd/Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikill meirihluti fólks hefur áhyggjur af fölsuðu gervigreindarefni þegar kemur að ferðaþjónustu. Stór hluti hefur einnig áhyggjur af fölsuðum ljósmyndum af ferðamannastöðum.

Þetta kemur fram í könnun sem flugfélagið Icelandair lét gera en fjallað er um hana í flugmiðlinum Airways.

Í könnuninni kemur fram að 78 prósent svarenda hafi áhyggjur af fölsuðum gervigreindar umsögnum um ferðamannastaði, þjónustu og upplifanir. Þá svöruðu 33 prósent því játandi að þeir hefðu áhyggjur af fölsuðum ljósmyndum af ferðamannastöðum.

„Við trúum að alvöru upplifanir, sem ljósmyndarar og fólk á staðnum nær að fanga, nái betur til ferðamanna og hjálpi til við að setja raunhæfar væntingar betur en eitthvað sem gert er með gervigreind,“ sagði Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair. „Þó að þessi tækni eigi sannarlega sinn stað í iðnaðnum er mikilvægt að halda í mannlega hluta ferðalaga og hvetja fólk til að skoða hluti sjálft, af því að ekkert getur komið í staðinn fyrir hið raunverulega.“

Á meðal þess sem kemur fram í könnuninni er að aðeins 19 prósent svarenda segjast kaupa ferð ef þeir vita að kynningarefnið er búið til af gervigreind. 48 prósent segja að umsagnir sem hljómi of góðar til að vera sannar séu algerlega gagnslausar. 52 prósent Bandaríkjamanna telja að það ætti að banna gervigreind við markaðssetningu ferðamannastaða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Segist hafa séð Ym Art hóta móður sinni lífláti sama dag og hann banaði henni

Segist hafa séð Ym Art hóta móður sinni lífláti sama dag og hann banaði henni
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Flosi í HAM vegna athæfis ferðamanna – „Sýnileg merki um eigið egó“

Flosi í HAM vegna athæfis ferðamanna – „Sýnileg merki um eigið egó“
Fréttir
Í gær

Mikill meirihluti landsmanna hlynntur veiðigjaldafrumvarpi ríkisstjórnarinnar – Sjálfstæðismenn einir á móti

Mikill meirihluti landsmanna hlynntur veiðigjaldafrumvarpi ríkisstjórnarinnar – Sjálfstæðismenn einir á móti
Fréttir
Í gær

Segja Pútín nú beina sjónum sínum að öðru landi og ætli að „ógna öryggi á heimsvísu“

Segja Pútín nú beina sjónum sínum að öðru landi og ætli að „ógna öryggi á heimsvísu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilja banna börn í Bláa lóninu – „Þetta er ekki vatnsleikjagarður“

Vilja banna börn í Bláa lóninu – „Þetta er ekki vatnsleikjagarður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaut fangelsisdóm fyrir að keyra of hratt á sumardekkjum á Akureyri

Hlaut fangelsisdóm fyrir að keyra of hratt á sumardekkjum á Akureyri