fbpx
Mánudagur 27.október 2025
Fréttir

Enginn vildi koma í viðtal til Stefáns Einars

Ritstjórn DV
Mánudaginn 31. mars 2025 13:55

Stefán Einar Stefánsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enginn fulltrúi ríkisstjórnarinnar vildi mæta í viðtalsþáttinn Spursmál á Mbl.is, sem er í umsjón Stefáns Einars Stefánssonar, til þess að ræða fyrirhugaða hækkun veiðigjalda sem boðuð hefur verið.

Þetta kom fram á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar nú fyrir stundu þar sem valkyrjurnar þrjár, Kristrún Frostadóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Inga Sæland fóru yfir fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar og sem og helstu áherslur nýrrar fjármálaáætlunar sem lögð hefur verið fram.

Í lok fundarins var opnað fyrir spurningar blaðamanna og þar steig Andrés Magnússon frá Morgunblaðinu fram og spurði formennina þrjá hvers vegna enginn hafi viljað mæta í þátt Spursmála til að ræða hækkunina.

Kristrún var til svars og sagði að málið yrði brátt tekið fyrir í þinginu og þar yrði boðið upp á samráð sem og að koma athugasemdum á framfæri. Þá sagðist hún ekki vera með skýringu á reiðum höndum hvers vegna enginn hefði viljað mæta til Morgunblaðsins.

Stefán Einar hefur vakið athygli fyrir vasklega framgöngu í áðurnefndum þáttum þó að sitt sýnist hverjum um ágæti hennar. Nú virðist ýmislegt benda til þess að fulltrúar ríkisstjórnarinnar séu farnir að hunsa boð um að mæta í viðtöl til hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Norðurlandi eystra neitaði að útskýra af hverju ofbeldismál fyrndist í hennar höndum

Lögreglan á Norðurlandi eystra neitaði að útskýra af hverju ofbeldismál fyrndist í hennar höndum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Auðug kona keyrði niður mann á fyrsta stefnumóti – Kenndi rándýrum hælaskónum um

Auðug kona keyrði niður mann á fyrsta stefnumóti – Kenndi rándýrum hælaskónum um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Engin þjóðarvá vegna bilunarinnar í Norðuráli – „Vælið er nánast eins og ósjálfrátt viðbragð við umhverfinu“

Engin þjóðarvá vegna bilunarinnar í Norðuráli – „Vælið er nánast eins og ósjálfrátt viðbragð við umhverfinu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur segir að þetta sé krafan sem kvennahreyfingin gleymdi

Guðmundur segir að þetta sé krafan sem kvennahreyfingin gleymdi