fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
Fréttir

Sláandi ummæli Stefáns Einars – Ráðherra í ríkisstjórninni hafi verið viðriðinn tilraun til byrlunar og neyðarlegrar myndatöku

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 28. mars 2025 16:00

Stefán Einar Stefánsson. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir Morgunblaðsmenn, Andrés Magnússon og Stefán Einar Stefánsson, áttu í hressilegri samræðu á Bjórkvöldi Þjóðmála og eru þær umræður efni nýjasta þáttar hlaðvarpsins.

Ræddu þeir meðal annars um erfiðar uppákomur hjá ríkisstjórninni, aðallega í tengslum við Flokk fólksins, nú nýlega umdeildar fréttir um gömlur ástarmál Ásthildar Lóu Þórsdóttur, sem urðu til þess að hún varð að segja af sér embættti mennta- og barnamálaráðherra.

Stefán Einar benti á að hneykslismál þyrftu ekki að vera bundin við Flokk fólksins og eftirfarandi ummæli hans eru þess eðlis að hlustandi hnýtur um þau:

„Hvað þyrfti að gerast til að þessi ríkisstjórn spryngi bara í loft upp? Þessi mál hafa dálítið verið einskorðuð við Flokk fólksins en það geta komið upp mál sem tengjast hinum flokkunum. Hvað myndi gerast ef það kæmi í ljós að einn af ráðherrum ríkisstjórnarinnar hefði fyrir nokkrum árum komið að því að reyna að koma eiturlyfjum ofan í andstæðinga sína í pólitík og útvega af þeim myndir í annarlegum aðstæðum? Hvað myndi gerast við þær aðstæður þar sem slíkt kæmi upp úr krafsinu og yrði staðfest? Ég held að stjórnin myndi ekki lifa það af. Og það er einmitt af þeim ástæðum sem ég held að þessi ríkisstjórn muni ekki lifa af.“

Er DV bar þessi ummæli undir Stefán Einar sagðist hann ekki vera að vísa í raunverulegt dæmi. „Þarna vorum við að ræða stöðu ríkisstjórnarinnar, hversu veikt eða sterkt hún stendur og ég tek þar abstrakt dæmi, rétt eins og Andrés Magnússon kollegi minn, og lít svo á að ég sé ekki að vísa í neitt sérstakt í því sambandi,“ sagði Stefán Einar í stuttu samtali við DV.

Þáttinn má heyra í spilaranum hér að neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fundu músaskít og beinagrindur út um allt hús – Kröfðust 22 milljón króna

Fundu músaskít og beinagrindur út um allt hús – Kröfðust 22 milljón króna
Fréttir
Í gær

Var að keyra í bílaröð á Vesturlandsvegi og fékk hraðasekt – „Þessi upphæð er kvikindisleg“

Var að keyra í bílaröð á Vesturlandsvegi og fékk hraðasekt – „Þessi upphæð er kvikindisleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á ræðismann við störf á Íslandi – „Ég ætla að drepa ykkur öll“

Réðst á ræðismann við störf á Íslandi – „Ég ætla að drepa ykkur öll“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

150 íbúða hverfi við Flensborgarhöfn í uppnámi – Nágrannar höfðu betur gegn Hafnarfjarðarbæ

150 íbúða hverfi við Flensborgarhöfn í uppnámi – Nágrannar höfðu betur gegn Hafnarfjarðarbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvo daga til vegna hnífsstungu við Trönuhjalla

Úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvo daga til vegna hnífsstungu við Trönuhjalla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Stjórnarandstaðan á Alþingi vitnar af einhverjum ástæðum aldrei í þessa umsögn“

„Stjórnarandstaðan á Alþingi vitnar af einhverjum ástæðum aldrei í þessa umsögn“