fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
Fréttir

Sjúkraliði á Landspítalanum sakaður um kynferðislega áreitni

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 26. mars 2025 10:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ung kona sem lagðist inn á meltingar- og nýrnadeild Landspítalans vegna bráðrar nýrnabilunar sakar sjúkraliða á deildinni um ítrekaða og langvarandi kynferðislega áreitni við sig. Nútíminn greinir frá þessu og birtir meðal annars skjáskot af áreitni sjúkraliðans, sem er karlmaður af erlendu bergi brotinn:

Konan greinir frá því að áreitið hafi hafist er sjúkraliðinn var að sinna almennum hjúkrunarstörfum, t.d. mæla blóðþrýsting og hita. Segir hún manninn hafa komið reglulega til sín til að heilsa henni og daðra við hana. Hann hafi hrósað henni fyrir útlit hennar og snert hana með óþægilegum hætti.

„Hann hrósaði mér í gríð og erg hvað ég væri falleg, með falleg augu, fallegt bros, skemmtileg, fyndin. Ég fékk hann til að brosa og hvað ég gerði daginn hans betri bara með því að hann væri sjúkraliðinn minn þann daginn,“ segir konan í viðtali við Nútímann.

Segir hún að þessi athygli hafi verið mjög óþægileg og hún hafi reynt að gefa til kynna með líkamstjáningu sinni að henni mislíkaði þessi framkoma. Er hún þurfti að fá aðstoð við að klæða sig og afklæða hafi hann starað á brjóst hennar.

Konan lá inni á meltingar- og nýrnadeildinni seint í nóvember árið 2023. Hún segir að áreitið hafi haldið áfram eftir útskrift og þá með rafrænum hætti. Hann hafi sent henni ofangreind skilaboð og mörg fleiri á Messenger og sent henni vinabeiðni sem hún samþykkti ekki.

„Þessi maður hefur stalkað mig frá því í nóvember 2023. Hann lætur mig ekki í friði,“ segir konan.

Deildarstjóri meltingar- og nýrnadeildar Landspítalans hefur neitað að tjá sig um málið en starfsfólk á Landspítalanum vitnar um óviðeigandi hegðun mannsins.

Sjá nánar á Nútímanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á ræðismann við störf á Íslandi – „Ég ætla að drepa ykkur öll“

Réðst á ræðismann við störf á Íslandi – „Ég ætla að drepa ykkur öll“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvo daga til vegna hnífsstungu við Trönuhjalla

Úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvo daga til vegna hnífsstungu við Trönuhjalla