fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Þetta er hamingjusamasta þjóð heims – Ísland ofarlega á lista

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 20. mars 2025 09:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Finnar eru hamingjusamasta þjóð í heimi samkvæmt árlegum lista World Happiness Report sem gefinn var út í vikunni. Þetta þarf ekki að koma á óvart enda er þetta áttunda árið í röð sem Finnar skipa efsta sætið á listanum.

Norðurlandaþjóðirnar skipa sér í efstu sætin og eru Danir í 2. sæti á listanum og Íslendingar í 3. sæti eins og í fyrra. Svíar koma svo þar á eftir á meðan Hollendingar sitja í 5. sætinu. Í sætum sex til tíu eru svo, í þessari röð: Kosta Ríka, Noregur, Ísrael, Lúxemborg og Mexíkó.

Ýmis atriði eru lögð til grundvallar niðurstöðunum sem byggjast á könnunum sem Gallup framkvæmir. Þar eru þátttakendur til dæmis spurðir út í ýmsa hluti varðandi lífsgæði og náungakærleik svo eitthvað sé nefnt.

Í neðsta sæti á listanum er Afganistan en þar á undan koma Sierra Leone, Líbanon, Malaví og Simbabve.

Hér má kynna sér niðurstöðurnar betur.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Smíða brú á milli Rússlands og Norður-Kóreu

Smíða brú á milli Rússlands og Norður-Kóreu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Spessi ætlaði að verða barnfóstra en er einn þekktasti ljósmyndari landsins – „Ég hafði ekki mikla trú á mér“

Spessi ætlaði að verða barnfóstra en er einn þekktasti ljósmyndari landsins – „Ég hafði ekki mikla trú á mér“
Fréttir
Í gær

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi
Fréttir
Í gær

Ísraelsmenn ætla að hernema Gasaströndina

Ísraelsmenn ætla að hernema Gasaströndina
Fréttir
Í gær

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“